„Viljinn var einfaldlega enginn“

„Við lögðum fram tillögu í borgarstjórn 16. maí um að grunnskólanemendur í Reykjavík fengju skólagögn endurgjaldslaust. Meirihlutinn var hins vegar ekki reiðubúinn að samþykkja tillöguna og að þetta yrði að veruleika í haust. Þess í stað var málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2018 og kemur þá til skoðunar hvort þetta verði þarnæsta haust.“

Frétt mbl.is: Ólíklegt að borgin útvegi námsgögn

Þetta segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, í samtali við mbl.is en haft er eftir S. Birni Blöndal, formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar, í frétt Ríkisútvarpsins í morgun að ólíklegt sé að það náist að bjóða upp á skólagögn án endurgjalds í grunnskólum borgarinnar í haust.

Fjölmörg sveitarfélög hafa ákveðið að bjóða grunnskólabörnum upp á skólagögn án endurgjalds í haust eða að minnsta kosti sautján samkvæmt upplýsingum frá Barnaheillum. Þar á meðal eru Akra­nes, Reykja­nes­bær, Hafn­ar­fjörður, Ak­ur­eyri, Sandgerði og Ísafjarðarbær en það síðastnefnda reið á vaðið fyrir nokkrum árum í þessum efnum.

Hugsanlega kosningalykt að málinu

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Ef það hefði verið vilji hjá meirihlutanum fyrir þessu hefði þetta verið hægt í haust því tillagan var lögð fram um miðjan maí. Þá lá fyrir bráðabirgðaútreikningur frá skóla- og frístundasviði upp á um 100 milljónir króna fyrsta árið. Þannig að það lá nokkurn veginn fyrir á þessum tíma hver kostnaðurinn yrði. Viljinn var einfaldlega ekki til staðar.“

Guðfinna segir að fulltrúar meirihlutans í Reykjavík, sem samanstendur af Samfylkingunni, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Bjartri framtíð og Pírötum, hafa borið það fyrir sig að frumvarp um málið lægi fyrir á Alþingi um málið vildu þeir sjá hvernig það færi. En ég benti þá á að stutt væri eftir af þinginu og því ólíklegt að það næðist í gegn.

„Fyrir vikið væri eðlilegt að samþykkja tillöguna okkar og minnti ég á áskorun þess efnis lægi fyrir frá Barnaheillum. En viljinn var einfaldlega enginn,“ segir Guðfinna. Orðalag S. Björns bendi til þess að meirihlutinn sé að skýla sér á bak við það að einhver tímaskortur sé vegna málsins en tæpir þrír mánuðir séu síðan tillagan hafi verið lögð fram í borgarstjórn.

„Það hefði verið nógur tími til þess að gera þetta ef viljinn hefði verið fyrir hendi. En kannski er ætlunin að leggja þetta til á næsta ári, kosningaárinu, svo það líti vel út í aðdraganda kosninga,“ segir hún. Mörg önnur sveitarfélög hafi verið að samþykkja að fara þessa leið eða hliðstæða töluvert eftir að tillagan hefði verið lögð fram í borgarstjórn í maí.

Meirihluti jöfnuðar viljalaus í málinu

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ljóst að þróunin sé í þessa átt og að færð hafi verið rök fyrir því að málið eigi sér stoð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að ekki megi mismuna börnum. Það sé nokkuð merkilegt að meirihlutinn í borginni sem kenni sig við jöfnuð hafi ekki viljað taka málið upp á sína arma. 

mbl.is

Innlent »

Borgar Þór: „No komment“

13:26 Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, vildi ekkert gefa upp þegar hann var inntur eftir því hvort hann sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

13:22 „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Enn sér á kirkjunni eftir að alvarleg skemmdarverk voru unnin á henni, fyrir átta mánuðum síðan. Þá er ekki víst að söfnuðurinn eigi fyrir viðgerðunum. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar komið í lag

13:05 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem lá niðri í gær og í morgun er nú komið í lag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Meira »

Fundu hesta á Breiðholtsbrúnni

13:01 Verkefni lögreglunnar eru margvísleg og ekki alltaf hefðbundin og teljast afskipti lögreglu af hestastóði á Breiðholtsbrúnni væntanlega til óhefðbundnari verkefna. Kom lokunarborði lögreglunnar þá í góðar þarfir við að útbúa tímabundið hestagerði Meira »

Færeyingar kynna uppboðsfyrirkomulag

12:33 Réttindi til veiða á 53 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld verða boðin upp í Færeyjum á þessu ári, tæp 11 þúsund tonn af makríl, rúm tvöþúsund tonn af botnfiski innan lögsögu Rússlands í Barentshafi og 614 tonn af botnfiski innan lögsögu Norðmanna í Barentshafinu. Meira »

Harður árekstur á Akureyri

12:32 Harður árekstur varð á gatnamótum Grundagerðis og Stóragerðis á Akureyri um klukkan ellefu í morgun. Einn var í hvorum bíl og voru þeir báðir fluttir á slysadeild sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar. Meira »

Stefna á langtímasamning við Hugarafl

12:16 Velferðarráðuneytið stefnir að gerð langtímasamnings um aukin framlög til Hugarafls, samtaka notenda geðheilbrigðisþjónustu, til að styrkja starf samtakanna í þágu fólks með geðraskanir. Þetta var niðurstaða fundar sem félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun. Meira »

Kjartan og Áslaug hafa áhuga á efsta sætinu

12:32 Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir hafa áhuga á því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Eins og kom fram í gær hefur núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, Halldór Halldórsson, ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Meira »

Endurskoða heimildir ríkissáttasemjara

11:15 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hyggst taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins á næstunni til að útfæra hvernig best verði að því staðið að styrkja embætti ríkissáttasemjara og auka um leið stöðugleika á vinnumarkaði. Meira »

Sprengja og skotvopn fundust

10:51 Skotvopn og heimatilbúin sprengja fundust þegar maður á sextugsaldri var handtekinn í Cuxhavengötu í Hafnarfirði í gær eftir að hann hótaði þar að skjóta fólk. Meira »

Lögreglan: Við leitum að líki

10:48 Lögreglan í Kaupmannahöfn segist sannfærð um að sænska blaðakonan Kim Isabel Wall sé látin og að lík hennar sé að finna í sjónum. Meira »

Hlaut tæplega 40 milljóna styrk

10:07 Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands hlaut nýverið styrk úr Jean Monnet-áætlun Evrópusambandsins, Jean Monnet Networks. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar liggur niðri

09:55 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins liggur niðri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 3,4%

09:30 Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi þessa árs mældist 3,4% og voru að jafnaði 202.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 195.600 starfandi og 7.000 án vinnu og í atvinnuleit að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar og mældist atvinnuþátttaka 84,4%. Meira »

Dagvaran út úr veltuvísitölunni

08:42 Rannsóknasetur verslunarinnar hefur nú hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Ástæðan er sú að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta miðlun á veltutölum sínum. Meira »

Bessastaðir opnir á Menningarnótt

09:54 Opið hús verður á Bessastöðum á laugardaginn næstkomandi, í tilefni Menningarnætur. Allir eru velkomnir á forsetasetrið meðan húsrúm leyfir og verður opið frá klukkan tólf til fjögur. Þetta kemur fram í frétt á vef forseta. Meira »

„Hvenær get ég farið í fóst­ur­eyðingu?“

08:50 „Það er mjög erfitt að skikka konu til að ganga með barn, hvort sem það er af félagslegum ástæðum eða öðrum. Ef maður er virkilega fylgjandi því að konur hafi þetta val, þá er mjög erfitt að segja að eitt sé í lagi en ekki annað. En þessi ákvörðun er fólki ekki léttvæg. Meira »

Símakerfi heilsugæslunnar niðri

08:40 Símakerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins liggur niðri þessa stundina og er unnið að viðgerð. Er fólki bent í millitíðinni á að mæta á heilsugæslustöðvarnar, senda tölvupóst eða nota vefinn Heilsuvera.is. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd, Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alina...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Tölvuviðgerðir
UPPSETNING Á STÝRIKERFI Þjónustan felur í sér: Harður diskur er formataður...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...