„Viljinn var einfaldlega enginn“

„Við lögðum fram tillögu í borgarstjórn 16. maí um að grunnskólanemendur í Reykjavík fengju skólagögn endurgjaldslaust. Meirihlutinn var hins vegar ekki reiðubúinn að samþykkja tillöguna og að þetta yrði að veruleika í haust. Þess í stað var málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2018 og kemur þá til skoðunar hvort þetta verði þarnæsta haust.“

Þetta segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, í samtali við mbl.is en haft er eftir S. Birni Blöndal, formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar, í frétt Ríkisútvarpsins í morgun að ólíklegt sé að það náist að bjóða upp á skólagögn án endurgjalds í grunnskólum borgarinnar í haust.

Fjölmörg sveitarfélög hafa ákveðið að bjóða grunnskólabörnum upp á skólagögn án endurgjalds í haust eða að minnsta kosti sautján samkvæmt upplýsingum frá Barnaheillum. Þar á meðal eru Akra­nes, Reykja­nes­bær, Hafn­ar­fjörður, Ak­ur­eyri, Sandgerði og Ísafjarðarbær en það síðastnefnda reið á vaðið fyrir nokkrum árum í þessum efnum.

Hugsanlega kosningalykt að málinu

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Ef það hefði verið vilji hjá meirihlutanum fyrir þessu hefði þetta verið hægt í haust því tillagan var lögð fram um miðjan maí. Þá lá fyrir bráðabirgðaútreikningur frá skóla- og frístundasviði upp á um 100 milljónir króna fyrsta árið. Þannig að það lá nokkurn veginn fyrir á þessum tíma hver kostnaðurinn yrði. Viljinn var einfaldlega ekki til staðar.“

Guðfinna segir að fulltrúar meirihlutans í Reykjavík, sem samanstendur af Samfylkingunni, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Bjartri framtíð og Pírötum, hafa borið það fyrir sig að frumvarp um málið lægi fyrir á Alþingi um málið vildu þeir sjá hvernig það færi. En ég benti þá á að stutt væri eftir af þinginu og því ólíklegt að það næðist í gegn.

„Fyrir vikið væri eðlilegt að samþykkja tillöguna okkar og minnti ég á áskorun þess efnis lægi fyrir frá Barnaheillum. En viljinn var einfaldlega enginn,“ segir Guðfinna. Orðalag S. Björns bendi til þess að meirihlutinn sé að skýla sér á bak við það að einhver tímaskortur sé vegna málsins en tæpir þrír mánuðir séu síðan tillagan hafi verið lögð fram í borgarstjórn.

„Það hefði verið nógur tími til þess að gera þetta ef viljinn hefði verið fyrir hendi. En kannski er ætlunin að leggja þetta til á næsta ári, kosningaárinu, svo það líti vel út í aðdraganda kosninga,“ segir hún. Mörg önnur sveitarfélög hafi verið að samþykkja að fara þessa leið eða hliðstæða töluvert eftir að tillagan hefði verið lögð fram í borgarstjórn í maí.

Meirihluti jöfnuðar viljalaus í málinu

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ljóst að þróunin sé í þessa átt og að færð hafi verið rök fyrir því að málið eigi sér stoð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að ekki megi mismuna börnum. Það sé nokkuð merkilegt að meirihlutinn í borginni sem kenni sig við jöfnuð hafi ekki viljað taka málið upp á sína arma. 

mbl.is

Innlent »

Slagveður suðvestanlands á morgun

15:51 Heldur fer að hvessa í kvöld suðvestanlands en í nótt og fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s á Reykjanesbraut samfara slagveðursrigningu. Gert er ráð fyrir 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Afar óheppileg tímasetning lögbanns

15:42 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni, út í hött. Meira »

„Óviðunandi í lýðræðisríki“

15:25 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður fjölmiðla á Íslandi, segir að fjölmiðlar eigi ekki að þola inngrip af hálfu ríkisvaldsins vegna ritstjórnarstefnu, efnistaka eða heimildarmanna sinna. „Slíkt er að minni hyggju óviðunandi í lýðræðisríki“. Meira »

Vél Primera snúið við vegna bilunar

15:23 Flugvél Primera Air Nordic var fyrr í dag snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Óþolandi árás á tjáningarfrelsið

15:22 PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, fordæma lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um tengsl stjórnmálamanna og fjármálastofnanna sem unnin er upp úr gögnum þrotabús Glitnis. Meira »

Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

15:22 Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Fær bætur eftir vistun í fangaklefa

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa verið vistuð í fangaklefa í tæpa sex klukkutíma án þess að nægilegt tilefni væri til. Meira »

Styrkja þjónustu við þolendur ofbeldis

15:09 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur veitt Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri samtals 15 milljónir króna til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Meira »

Lögbannsmálið ætti að skýrast í dag

14:04 Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, reiknar með að það skýrist í dag hvort farið verði fram á lögbann á fréttaflutning The Guardian af viðskiptavinum Glitnis. Meira »

Píratar kynntu tillögu til fjárlaga

13:46 Tillaga Pírata til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018 var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Þar kemur fram að tekjur vegna veiðigjalds fyrir veiðiheimildir fari úr rúmum 5,5 milljörðum króna vegna fjárlaga ársins 2017 yfir í 12 milljarða króna og hækki þar með um 117 prósent. Meira »

Þöggun blaðamanna fer með frelsið

13:29 Sonur maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segir að hún hafi verið ráðin af dögum vegna skrifa sinna. Hann hljóp í örvæntingu í kringum bílinn sem stóð í ljósum logum í gær og líkamsleifar móður hans útum allt. Dóra Mezzi hefur þekkt Daphne lengi og segir hana einstaka manneskju. Meira »

Erfitt að misnota gallann

13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. 13, en síðan flytur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ávarp. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...