„Viljinn var einfaldlega enginn“

„Við lögðum fram tillögu í borgarstjórn 16. maí um að grunnskólanemendur í Reykjavík fengju skólagögn endurgjaldslaust. Meirihlutinn var hins vegar ekki reiðubúinn að samþykkja tillöguna og að þetta yrði að veruleika í haust. Þess í stað var málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2018 og kemur þá til skoðunar hvort þetta verði þarnæsta haust.“

Þetta segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, í samtali við mbl.is en haft er eftir S. Birni Blöndal, formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar, í frétt Ríkisútvarpsins í morgun að ólíklegt sé að það náist að bjóða upp á skólagögn án endurgjalds í grunnskólum borgarinnar í haust.

Fjölmörg sveitarfélög hafa ákveðið að bjóða grunnskólabörnum upp á skólagögn án endurgjalds í haust eða að minnsta kosti sautján samkvæmt upplýsingum frá Barnaheillum. Þar á meðal eru Akra­nes, Reykja­nes­bær, Hafn­ar­fjörður, Ak­ur­eyri, Sandgerði og Ísafjarðarbær en það síðastnefnda reið á vaðið fyrir nokkrum árum í þessum efnum.

Hugsanlega kosningalykt að málinu

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Ef það hefði verið vilji hjá meirihlutanum fyrir þessu hefði þetta verið hægt í haust því tillagan var lögð fram um miðjan maí. Þá lá fyrir bráðabirgðaútreikningur frá skóla- og frístundasviði upp á um 100 milljónir króna fyrsta árið. Þannig að það lá nokkurn veginn fyrir á þessum tíma hver kostnaðurinn yrði. Viljinn var einfaldlega ekki til staðar.“

Guðfinna segir að fulltrúar meirihlutans í Reykjavík, sem samanstendur af Samfylkingunni, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Bjartri framtíð og Pírötum, hafa borið það fyrir sig að frumvarp um málið lægi fyrir á Alþingi um málið vildu þeir sjá hvernig það færi. En ég benti þá á að stutt væri eftir af þinginu og því ólíklegt að það næðist í gegn.

„Fyrir vikið væri eðlilegt að samþykkja tillöguna okkar og minnti ég á áskorun þess efnis lægi fyrir frá Barnaheillum. En viljinn var einfaldlega enginn,“ segir Guðfinna. Orðalag S. Björns bendi til þess að meirihlutinn sé að skýla sér á bak við það að einhver tímaskortur sé vegna málsins en tæpir þrír mánuðir séu síðan tillagan hafi verið lögð fram í borgarstjórn.

„Það hefði verið nógur tími til þess að gera þetta ef viljinn hefði verið fyrir hendi. En kannski er ætlunin að leggja þetta til á næsta ári, kosningaárinu, svo það líti vel út í aðdraganda kosninga,“ segir hún. Mörg önnur sveitarfélög hafi verið að samþykkja að fara þessa leið eða hliðstæða töluvert eftir að tillagan hefði verið lögð fram í borgarstjórn í maí.

Meirihluti jöfnuðar viljalaus í málinu

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ljóst að þróunin sé í þessa átt og að færð hafi verið rök fyrir því að málið eigi sér stoð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að ekki megi mismuna börnum. Það sé nokkuð merkilegt að meirihlutinn í borginni sem kenni sig við jöfnuð hafi ekki viljað taka málið upp á sína arma. 

mbl.is

Innlent »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...