Vísbendingar um utanríkisverslun víkinga frá Noregi

Röst í Lófóten. Vertíðarþorskurinn er enn hengdur upp á hjalla …
Röst í Lófóten. Vertíðarþorskurinn er enn hengdur upp á hjalla og þurrkaður eins og gert hefur verið um aldir. mbl.is/Guðni Einarsson

Vísindamenn við Óslóarháskóla telja að greining á erfðaefni fornra þorskbeina, sem fundust í Heiðabæ í Norður-Þýskalandi, bendi til þess að víkingar hafi stundað utanlandsviðskipti með skreið, þ.e. þurrkaðan þorsk, frá Lofoten í Norður-Noregi.

Dr. James Barrett, fræðimaður við Cambridge-háskóla, segir að ef beinin reynist frá 9. eða 10. öld þurfi að endurskoða það sem áður hafi verið talið vitað um verslun á víkingaöld.

Gömul fiskbein geta innihaldið nóg af greinanlegu erfðaefni til að gefa upplýsingar um uppruna þeirra, að því er fram kemurí umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert