Boða komu þjóðgarðastofnunar

Hálf milljón ferðamanna sækir Þingvelli heim á hverju ári.
Hálf milljón ferðamanna sækir Þingvelli heim á hverju ári. Sigurður Bogi Sævarsson

Stefnt er að því að setja á fót þjóðgarðastofnun á næsta ári. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stofnunin tæki yfir málefni Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsins á Þingvölum, sem nú eru aðskildar stofnanir, auk verkefna Snæfellsjökulsþjóðgarðs og annarra verkefna á sviði náttúruverndar sem heyra undir Umhverfisstofnun.

Í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að stefnt sé að því að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, landvörslu, leyfisveitingum og framkvæmd friðlýsinga. Veigamikil rök séu fyrir því að samþætta starfsemi stofnana sem fáist við svo sambærileg verkefni en þó þannig að sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna sjálfra sé viðhaldið. Störfum sem lúta að sameiginlegum verkefnum verður þó ekki fækkað. Unnið verður að lagafrumvarpi næstu mánuði og stefnt að því að leggja það fram á vorþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert