Minnir núverandi efnahagsástand á 2007?

Margir líkja árunum 2007 og 2017 ekki saman með bjartsýni ...
Margir líkja árunum 2007 og 2017 ekki saman með bjartsýni í huga heldur fremur að þar séu tákn sem vísi til yfirvofandi kreppu. „Það þarf alls ekkert að vera,“ segir Henný. mbl.is/Golli

Margt er líkt með árunum 2007 og 2017 en það er margt sem skilur árin tvö að. Að sögn Hennýar Hinz, deildarstjóra hagdeildar Alþýðusambands Íslands, helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra en árið 2007. Þá segir hún að verðbólga sé lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður með tilkomu ferðaþjónustu og ef húsnæði er tekið út fyrir sviga sé almenn verðhjöðnun á Íslandi.

Margir líkja árinu 2017 við það efnahagsástand sem ríkti árið 2007, enda er margt líkt með árunum tveimur. Einkaneysla Íslendinga er gífurleg, fréttir um metsölur í bílasölu og utanlandsferðir eru áberandi og sjaldan hafa selst jafn margir heitir pottar. 

Eigum fyrir neyslunni

Henný segir að margt vissulega líkt með árunum efnahagslega: „Við erum í hagvaxtatímabili, atvinnuástandið er gott, einkaneyslan er mikil, gengið er sterkt og fasteignaverð hefur hækkað mikið. Þetta eru stef sem að minna á 2007,“ segir hún. „Við erum í bullandi góðæri.“

Allt eru þetta jákvæðir hlutir, en margir líkja árunum ekki saman með bjartsýni í huga heldur fremur að þar séu tákn sem vísi til yfirvofandi kreppu. „Það þarf alls ekkert að vera,“ segir Henný.

Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands.
Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands. mbl.is/Golli

Það er margt sem skilur góðærin tvö að að hennar sögn.

Meðal annars segir hún að neysla Íslendinga sé ekki jafn skuldadrifin. Íslendingar í dag eigi fyrir neyslu sinni, ólíkt því sem var árið 2007:

„Neyslan þá var að aukast miklu meira en tekjurnar,“ segir hún, „þannig að við vorum að skuldsetja okkur gríðarlega mikið fyrir þessari neyslu.“ Nú haldist neyslan því frekar í hendur við tekjur fólks en ekki við skuldsetningu erlendis.

Viðskiptahalli þá en nú jákvæður viðskiptajöfnuður

Ennfremur megi nefna að í ár sé jákvæður viðskiptajöfnuður en árið 2007 hafi verið gífurlegur viðskiptahalli. „Við fáum gjaldeyri inn í landið, sem dugar fyrir því sem við erum að kaupa í útlöndum. Þannig var það náttúrulega ekki fyrir hrun,“ segir Henný.

Henný segir þetta mega meðal annars rekja til ferðaþjónustunnar: „Þar er auðvitað ein stór grundvallarbreyting sem hefur gerst á þessu tímabili að ferðamannaiðnaðurinn hefur margfaldast þannig að við erum að fá miklu meiri tekjur erlendis frá.“

Ferðaþjónustan hafi ekki verið eins áberandi 2007 en síðan þá hafi hún eflst gífurlega og efnahagslegt mikilvægi hennar margfaldast. Í dag sé hún líklega ein meginástæðna fyrir núverandi góðæri. Henný segir þó að ákveðið óöryggi fylgi ferðaþjónustunni og ekki sé víst hve viðkvæm greinin sé. 

Aðspurð um hugsanleg neikvæð viðbrögð Íslendinga við góðærinu svarar Henný: ...
Aðspurð um hugsanleg neikvæð viðbrögð Íslendinga við góðærinu svarar Henný: „Erum við ekki bara brennd?“ mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stöðugt verðlag og lág verðbólga

Henný segir að verðlag hafi verið stöðugt í miklu lengri tíma en „við höfum nokkurn tímann eiginlega séð áður“. Verðbólga hafi verið lág síðastliðin þrjú ár, sem sé afar óvenjulegt á Íslandi.

Hún nefnir einnig að ef frá er talið húsnæði sé verðhjöðnun á Íslandi,. „Taki maður húsnæði út fyrir sviga þá er í rauninni verðhjöðnun vegna þess að innfluttu vörurnar eru að hafa svo mikil áhrif.“

„Erum við ekki bara brennd?“

Aðspurð um hugsanleg neikvæð viðbrögð Íslendinga við góðærinu svarar Henný: „Erum við ekki bara brennd?“

Hún útskýrir að hagsveiflur séu jafnan dramatískari hérlendis, þær fari bæði hærra og dýpra en víða annars staðar. Þegar að það sé uppgangur, sé mikill uppgangur og þegar það sé niðursveifla, sé mikil niðursveifla.

Niðurstaðan er þó ekki að kreppan 2007 endurtaki sig. „Síðasta niðursveifla er auðvitað ekki lík neinni annarri. Hún var svo dramatísk,“ segir hún.

Stóra hættumerkið sé gjaldmiðillinn

„Stóra hættumerki okkar er auðvitað gjaldmiðilinn. Við vitum það að þetta er lítill og mjög viðkvæmur gjaldeyrir sem við höfum. Við gerum ráð fyrir að fyrr eða síðar þá muni hækkun hans ná þolmörkum og hann gefi eftir og þá þekkja allir Íslendingar hvað gerist,“ segir Henný. 

Þetta þýði þó ekki að hér komi hrun. „Það koma hagsveiflur, við verðum ekki þar undanskilin,“ segir hún. „En það er ekkert sem gefur okkur til kynna að við lendum hér aftur í bæði gjaldmiðils- og bankakreppu í leiðinni!“ bætir hún við.

mbl.is

Innlent »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþings 5. október. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...