Minnir núverandi efnahagsástand á 2007?

Margir líkja árunum 2007 og 2017 ekki saman með bjartsýni ...
Margir líkja árunum 2007 og 2017 ekki saman með bjartsýni í huga heldur fremur að þar séu tákn sem vísi til yfirvofandi kreppu. „Það þarf alls ekkert að vera,“ segir Henný. mbl.is/Golli

Margt er líkt með árunum 2007 og 2017 en það er margt sem skilur árin tvö að. Að sögn Hennýar Hinz, deildarstjóra hagdeildar Alþýðusambands Íslands, helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra en árið 2007. Þá segir hún að verðbólga sé lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður með tilkomu ferðaþjónustu og ef húsnæði er tekið út fyrir sviga sé almenn verðhjöðnun á Íslandi.

Margir líkja árinu 2017 við það efnahagsástand sem ríkti árið 2007, enda er margt líkt með árunum tveimur. Einkaneysla Íslendinga er gífurleg, fréttir um metsölur í bílasölu og utanlandsferðir eru áberandi og sjaldan hafa selst jafn margir heitir pottar. 

Eigum fyrir neyslunni

Henný segir að margt vissulega líkt með árunum efnahagslega: „Við erum í hagvaxtatímabili, atvinnuástandið er gott, einkaneyslan er mikil, gengið er sterkt og fasteignaverð hefur hækkað mikið. Þetta eru stef sem að minna á 2007,“ segir hún. „Við erum í bullandi góðæri.“

Allt eru þetta jákvæðir hlutir, en margir líkja árunum ekki saman með bjartsýni í huga heldur fremur að þar séu tákn sem vísi til yfirvofandi kreppu. „Það þarf alls ekkert að vera,“ segir Henný.

Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands.
Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands. mbl.is/Golli

Það er margt sem skilur góðærin tvö að að hennar sögn.

Meðal annars segir hún að neysla Íslendinga sé ekki jafn skuldadrifin. Íslendingar í dag eigi fyrir neyslu sinni, ólíkt því sem var árið 2007:

„Neyslan þá var að aukast miklu meira en tekjurnar,“ segir hún, „þannig að við vorum að skuldsetja okkur gríðarlega mikið fyrir þessari neyslu.“ Nú haldist neyslan því frekar í hendur við tekjur fólks en ekki við skuldsetningu erlendis.

Viðskiptahalli þá en nú jákvæður viðskiptajöfnuður

Ennfremur megi nefna að í ár sé jákvæður viðskiptajöfnuður en árið 2007 hafi verið gífurlegur viðskiptahalli. „Við fáum gjaldeyri inn í landið, sem dugar fyrir því sem við erum að kaupa í útlöndum. Þannig var það náttúrulega ekki fyrir hrun,“ segir Henný.

Henný segir þetta mega meðal annars rekja til ferðaþjónustunnar: „Þar er auðvitað ein stór grundvallarbreyting sem hefur gerst á þessu tímabili að ferðamannaiðnaðurinn hefur margfaldast þannig að við erum að fá miklu meiri tekjur erlendis frá.“

Ferðaþjónustan hafi ekki verið eins áberandi 2007 en síðan þá hafi hún eflst gífurlega og efnahagslegt mikilvægi hennar margfaldast. Í dag sé hún líklega ein meginástæðna fyrir núverandi góðæri. Henný segir þó að ákveðið óöryggi fylgi ferðaþjónustunni og ekki sé víst hve viðkvæm greinin sé. 

Aðspurð um hugsanleg neikvæð viðbrögð Íslendinga við góðærinu svarar Henný: ...
Aðspurð um hugsanleg neikvæð viðbrögð Íslendinga við góðærinu svarar Henný: „Erum við ekki bara brennd?“ mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stöðugt verðlag og lág verðbólga

Henný segir að verðlag hafi verið stöðugt í miklu lengri tíma en „við höfum nokkurn tímann eiginlega séð áður“. Verðbólga hafi verið lág síðastliðin þrjú ár, sem sé afar óvenjulegt á Íslandi.

Hún nefnir einnig að ef frá er talið húsnæði sé verðhjöðnun á Íslandi,. „Taki maður húsnæði út fyrir sviga þá er í rauninni verðhjöðnun vegna þess að innfluttu vörurnar eru að hafa svo mikil áhrif.“

„Erum við ekki bara brennd?“

Aðspurð um hugsanleg neikvæð viðbrögð Íslendinga við góðærinu svarar Henný: „Erum við ekki bara brennd?“

Hún útskýrir að hagsveiflur séu jafnan dramatískari hérlendis, þær fari bæði hærra og dýpra en víða annars staðar. Þegar að það sé uppgangur, sé mikill uppgangur og þegar það sé niðursveifla, sé mikil niðursveifla.

Niðurstaðan er þó ekki að kreppan 2007 endurtaki sig. „Síðasta niðursveifla er auðvitað ekki lík neinni annarri. Hún var svo dramatísk,“ segir hún.

Stóra hættumerkið sé gjaldmiðillinn

„Stóra hættumerki okkar er auðvitað gjaldmiðilinn. Við vitum það að þetta er lítill og mjög viðkvæmur gjaldeyrir sem við höfum. Við gerum ráð fyrir að fyrr eða síðar þá muni hækkun hans ná þolmörkum og hann gefi eftir og þá þekkja allir Íslendingar hvað gerist,“ segir Henný. 

Þetta þýði þó ekki að hér komi hrun. „Það koma hagsveiflur, við verðum ekki þar undanskilin,“ segir hún. „En það er ekkert sem gefur okkur til kynna að við lendum hér aftur í bæði gjaldmiðils- og bankakreppu í leiðinni!“ bætir hún við.

mbl.is

Innlent »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...