Vikugömul hræ á víðavangi

Höfuðstöðvar Matvælastofnunar eru á Selfossi.
Höfuðstöðvar Matvælastofnunar eru á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Hræ fjögurra hesta, sem Matvælastofnun lét aflífa í síðustu viku vegna illrar meðferðar eigandans, liggja enn óhreyfð í kringum bæinn Skriðuland í Hörgársveit. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Graðhestunum hafi verið safnað saman inn í hesthús og síðan teknir út, einn af öðrum, og skotnir á færi við bæinn.

Ljóst má vera að þeir hafi ekki drepist samstundis enda liggja þeir á víð og dreif um bæjarstæðið og voru tveir þeirra komnir ansi langt frá gerðinu. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir þó telja að dýrin hafi drepist samstundis. Í reglugerð um velferð hrossa er kveðið á um að aflífa eigi hross með því að skjóta þau í ennið en það var ekki gert. Þess í stað voru dýrin skotin í bóginn. Ekki náðist í Ólaf Jónsson við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert