Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

Fleistir þeirra fanga sem nú afplána refsidóma sitja inni fyrir ...
Fleistir þeirra fanga sem nú afplána refsidóma sitja inni fyrir fíkniefnabrot, næst flestir fyrir kynferðisafbrot. mbl.is/Brynjar Gauti

Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Þar af afplána 107 einstaklingar í fangelsum og 45 utan fangelsa þar sem afplánun fer ýmist fram á áfangaheimili eða með rafrænu eftirliti. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næstflestir fyrir kynferðisafbrot.

Morgunblaðið og mbl.is hafa að undanförnu fjallað um langa biðlista eftir afplánun í fangelsum hér á landi. Á síðasta ári fyrnd­ust 34 dóm­ar vegna þess að ekki tókst að koma viðkom­andi ein­stak­ling­um í afplán­un refs­ing­ar. Það sem af er þessu ári hafa 17 dóm­ar fyrnst og bíða nú um 560 dómþolar eftir að vera boðaðir í afplánun vegna samtals 812 dóma.

Frétt mbl.is: Bagalegt að biðlistar séu langir

Hlutfall dóma á boðunarlista endurspeglar ekki hlutfall þeirra sem sitja inni fyrir sambærileg brot. Fangelsismálayfirvöld forgangsraða þegar einstaklingar eru boðaðir í afplánun með þeim hætti að þeir sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin eru fyrst boðaðir í afplánun.

43 inni fyrir fíkniefnabrot og 34 fyrir kynferðisbrot

„Það er mjög mikilvægt að við getum sýnt fram á það að við séum raunverulega að taka hættulegasta fólkið inn og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegustu afbrotin,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við mbl.is. Hafa ber í huga að fjöldi dóma á boðunarlista er meiri en fjöldi þeirra einstaklinga sem bíða þess að hefja afplánun.


Alls afplána 43 einstaklingar nú dóma fyrir fíkniefnabrot eða 28,3% allra fanga. Af þessum 43 afplána 18 manns dóma fyrir meiriháttar fíkniefnabrot sbr. 173. grein almennra hegningarlaga og 25 afplána dóma fyrir minniháttar fíkniefnabrot sbr. lög nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni. „Þetta er tvískipt. Þetta eru annars vegar sérlög um fíkniefnamál og hins vegar tiltekið ákvæði í almennum hegningarlögum,“ útskýrir Páll.

Frétt mbl.is: Beðið eftir rými fyrir 560

Næstflestir afplána dóma fyrir kynferðisafbrot, alls 34 einstaklingar eða 22,4% allra fanga í afplánun. Á sama tíma eru 2% þeirra dóma sem eru á boðunarlista eftir afplánun vegna kynferðisafbrota. Þá afplána 17% fanga dóma fyrir þjófnað og auðgunarbrot, 11% fyrir ofbeldisbrot, 10% fyrir manndráp eða tilraun til manndráps og 7% fyrir umferðalagabrot. Loks afplána 5% fanga dóma fyrir önnur brot.

Fæstir á boðunarlista fyrir ofbeldis- og kynferðisafbrot

Nú bíða um 560 dómþolar eftir að vera boðaðir í afplánun vegna samtals 812 dóma. Þegar rýnt er tegundir afbrota í þeim 812 dómum sem nú eru á boðunarlista kemur í ljós að yfir helmingur dóma er vegna umferðarlagabrota.

„Þetta eru einstaklingar sem eru með fleiri en einn dóm. Þess vegna getur verið svolítið snúið að telja þetta saman því að menn eru stundum dæmdir fyrir fleiri en eitt brot, fleiri en eina tegund. Sumir eru til dæmis bæði með umferðalagabrot og fíkniefnalagabrot,“ útskýrir Páll.

Alls eru 55% dóma sem nú eru á boðunarlista vegna umferðarlagabrota, 22% vegna fíkniefnabrota, 12% dóma eru fyrir þjófnað og auðgunarbrot, 5% fyrir ofbeldisbrot og 2% fyrir kynferðisafbrot. Þá eru engir dómar á boðunarlista fyrir manndráp eða tilraun til manndráps og 4% á eru vegna annarra brota. „Það er verið að forgangsraða, við erum að vanda okkur,“ segir Páll að lokum.

Fangelsið Litla-Hraun.
Fangelsið Litla-Hraun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...