Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

Fleistir þeirra fanga sem nú afplána refsidóma sitja inni fyrir ...
Fleistir þeirra fanga sem nú afplána refsidóma sitja inni fyrir fíkniefnabrot, næst flestir fyrir kynferðisafbrot. mbl.is/Brynjar Gauti

Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Þar af afplána 107 einstaklingar í fangelsum og 45 utan fangelsa þar sem afplánun fer ýmist fram á áfangaheimili eða með rafrænu eftirliti. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næstflestir fyrir kynferðisafbrot.

Morgunblaðið og mbl.is hafa að undanförnu fjallað um langa biðlista eftir afplánun í fangelsum hér á landi. Á síðasta ári fyrnd­ust 34 dóm­ar vegna þess að ekki tókst að koma viðkom­andi ein­stak­ling­um í afplán­un refs­ing­ar. Það sem af er þessu ári hafa 17 dóm­ar fyrnst og bíða nú um 560 dómþolar eftir að vera boðaðir í afplánun vegna samtals 812 dóma.

Hlutfall dóma á boðunarlista endurspeglar ekki hlutfall þeirra sem sitja inni fyrir sambærileg brot. Fangelsismálayfirvöld forgangsraða þegar einstaklingar eru boðaðir í afplánun með þeim hætti að þeir sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin eru fyrst boðaðir í afplánun.

43 inni fyrir fíkniefnabrot og 34 fyrir kynferðisbrot

„Það er mjög mikilvægt að við getum sýnt fram á það að við séum raunverulega að taka hættulegasta fólkið inn og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegustu afbrotin,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við mbl.is. Hafa ber í huga að fjöldi dóma á boðunarlista er meiri en fjöldi þeirra einstaklinga sem bíða þess að hefja afplánun.


Alls afplána 43 einstaklingar nú dóma fyrir fíkniefnabrot eða 28,3% allra fanga. Af þessum 43 afplána 18 manns dóma fyrir meiriháttar fíkniefnabrot sbr. 173. grein almennra hegningarlaga og 25 afplána dóma fyrir minniháttar fíkniefnabrot sbr. lög nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni. „Þetta er tvískipt. Þetta eru annars vegar sérlög um fíkniefnamál og hins vegar tiltekið ákvæði í almennum hegningarlögum,“ útskýrir Páll.

Næstflestir afplána dóma fyrir kynferðisafbrot, alls 34 einstaklingar eða 22,4% allra fanga í afplánun. Á sama tíma eru 2% þeirra dóma sem eru á boðunarlista eftir afplánun vegna kynferðisafbrota. Þá afplána 17% fanga dóma fyrir þjófnað og auðgunarbrot, 11% fyrir ofbeldisbrot, 10% fyrir manndráp eða tilraun til manndráps og 7% fyrir umferðalagabrot. Loks afplána 5% fanga dóma fyrir önnur brot.

Fæstir á boðunarlista fyrir ofbeldis- og kynferðisafbrot

Nú bíða um 560 dómþolar eftir að vera boðaðir í afplánun vegna samtals 812 dóma. Þegar rýnt er tegundir afbrota í þeim 812 dómum sem nú eru á boðunarlista kemur í ljós að yfir helmingur dóma er vegna umferðarlagabrota.

„Þetta eru einstaklingar sem eru með fleiri en einn dóm. Þess vegna getur verið svolítið snúið að telja þetta saman því að menn eru stundum dæmdir fyrir fleiri en eitt brot, fleiri en eina tegund. Sumir eru til dæmis bæði með umferðalagabrot og fíkniefnalagabrot,“ útskýrir Páll.

Alls eru 55% dóma sem nú eru á boðunarlista vegna umferðarlagabrota, 22% vegna fíkniefnabrota, 12% dóma eru fyrir þjófnað og auðgunarbrot, 5% fyrir ofbeldisbrot og 2% fyrir kynferðisafbrot. Þá eru engir dómar á boðunarlista fyrir manndráp eða tilraun til manndráps og 4% á eru vegna annarra brota. „Það er verið að forgangsraða, við erum að vanda okkur,“ segir Páll að lokum.

Fangelsið Litla-Hraun.
Fangelsið Litla-Hraun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

05:30 „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

11 ráðherra stjórn

05:30 Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verða ellefu talsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fimm ráðherrastólar koma í hlut Sjálfstæðisflokksins, þrír í hlut VG og þrír ráðherrastólar koma í hlut Framsóknarflokksins. Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Starfsmenn Alþingis önnum kafnir

05:30 Starfsfólk Alþingis situr ekki auðum höndum þótt þingið sé ekki að störfum þessa dagana. Mikill erill er í þinghúsinu á hverjum degi að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Gerðu ýtrustu kröfur

05:30 Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, bjóst við að þrautavaralán sem fyrirhugað var að veita Kaupþingi í byrjun október 2008, að andvirði 500 milljónir evra, yrði ekki endurgreitt af bankanum. Fullyrðingar forsvarsmanna bankans um annað væru „ósannindi“ eða „óskhyggja“. Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...