Eins og fortíðardraugar

Auðbrekkufólk talið frá vinstri; Bergvin Þórir 16 ára, Cecilia Porter ...
Auðbrekkufólk talið frá vinstri; Bergvin Þórir 16 ára, Cecilia Porter vinkona þeirra frá Kanada, Anna Ágústa 15 ára, Þórdís Þórisdóttir, Ísak Óli 12 ára, Bernharð Arnarson og Karin Thelma 11 ára. Ljósmynd/Áslaug Ólöf Stefánsdóttir

Heimilisfólkið að Auðbrekku í Hörgárdal mætti uppábúið á hestbaki í 150 ára afmælismessu Möðruvallaklausturskirkju að Möðruvöllum á sunnudaginn. Hvatt hafði verið til þess að fólk mætti ríðandi í afmælismessuna og datt heimilisföðurnum að Auðbrekku, Bernharði Arnarsyni, í hug á laugardagsmorgninum að það yrði gaman að klæða fjölskylduna upp á.

„Það kom upp sú hugmynd að fara ríðandi í messu og af minni alkunnu vitleysu ákvað ég að taka það skrefi lengra og klæða fjölskylduna upp og láta hana líta út fyrir að vera almúgafjölskylda fyrir hundrað og fimmtíu árum. Það tóku allir ótrúlega vel í þetta, ótrúlegt en satt,“ segir Bernharð. Kona hans er Þórdís Þórisdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 11 til 16 ára. Auk fjölskyldunnar var kanadísk vinkona þeirra með í för.

Oftast notalegar stundir

Fötin fengu þau lánuð hjá Leikfélagi Hörgdæla, sem Bernharð hefur starfað mikið með, Leikfélagi Akureyrar og frá Gamla bænum í Laufási. Þá fékk Bernharð lánaðan söðul hjá frænda sínum sem frúin reið í. Hann segir athæfið hafa vakið athygli kirkjugesta. „Það komu margir ríðandi til messu, á milli 20 og 30 manns, en það var enginn eins vitlaus og við að klæða sig svona upp,“ segir hann hress í bragði.

Rúmlega fimm kílómetrar eru á milli Auðbrekku og Möðruvalla. Bernharð segir fjölskylduna fara reglulega í kirkju. „Við reynum að gera það og þetta eru oftast notalegar stundir. Ég býst ekki við að við mætum svona til fara í hvert skipti en gæti trúað því að eftirleiðis verði árleg hestamessa á Möðruvöllum.“

Auðgaði guðsþjónustuna

Þórdís Þórisdóttir reið í söðli, hér er hún fyrir framan ...
Þórdís Þórisdóttir reið í söðli, hér er hún fyrir framan Möðruvallarklausturskirkju og lætur hestinn prjóna lítillega. Ljósmynd/Áslaug Ólöf Stefánsdóttir


Séra Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Möðruvallaklausturskirkju, segir uppátæki Auðbrekkufjölskyldunnar mjög skemmtilegt. „Það auðgaði guðsþjónustuna heilmikið að fá allt þetta fólk ríðandi til messu svo ég tali ekki um suma svona prúðbúna. Það var tekin hópmynd af öllum að messu lokinni og þau eru inn á milli svolítið eins og fortíðardraugar. Það er skemmtilegt að ramma inn 150 ára sögu kirkjunnar með einhverjum sem hefðu getað komið fyrir 150 árum á þeim fararskjóta sem var brúkaður þá,“ segir sr. Oddur Bjarni. Hann messar í Möðruvallaklausturskirkju að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og kveður messusókn alla jafna góða.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...