Mun minna steypt en fyrir hrun

Þrátt fyrir töluverða aukningu er framleiðsla úr sementi nú langtum …
Þrátt fyrir töluverða aukningu er framleiðsla úr sementi nú langtum minni en var í aðdraganda hrunsins, en þá voru m.a. stórframkvæmdir á borð við Karahnjúka og uppbygging stóriðju á Austurlandi í gangi. mbl.is/Golli

Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður BM Vallár, segir að þrátt fyrir töluverða aukningu á undanförnum árum sé framleiðsla úr sementi nú langtum minni en var í aðdraganda hrunsins.

Þá voru meðal annars  stórframkvæmdir á borð við Kárahnjúka og uppbygging stóriðju á Austurlandi í gangi.

Lárus Dagur segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag,  að góður vöxtur hafi verið á byggingar- og steypumarkaðnum undanfarin ár sem m.a. megi greina í innflutningstölum á sementi. Steypusala og sala á tengdri vöru og þjónustu hefur þar af leiðandi aukist jafnt og þétt einnig. Í fyrra jókst innflutningur á sementi um rúmlega 26% á milli ára, þegar innflutningurinn nam um 142 þúsund tonnum. Á fyrstu sex mánuðum ársins er aukningin rúmlega 13% þar sem innflutt magn er um 8.500 tonnum meira en á sama tíma í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert