Umframkostnaður vegna jarðganga

Frá Norðfjarðargöngum.
Frá Norðfjarðargöngum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Talið er að umframkostnaður við Norðfjarðargöng verði um það bil einn milljarður og umframkostnaður við göng við Bakka um 470 milljónir.

Þetta kemur fram á vef RÚV en þar svarar Vegagerðin fyrirspurn fréttastofunnar. Enn fremur kemur fram að helsta ástæða umframkostnaður sé vegna verðbóta til verktaka og aukinna öryggiskrafna í Norðfjarðargöngum og vegna leka í göngum á Bakka.

Eins og áður hefur komið fram er ljóst að einhver töf verður á opnun Norðfjarðarganga en nú stendur til að opna þau í október. Göng­in leysa af veg­inn um Odds­skarð, sem hæst stend­ur í um 600 metra hæð og get­ur verið mik­ill far­ar­tálmi. Framkvæmdir við göngin hafa staðið yfir frá 2013.

Heildarkostnaður við Norðfjarðargöng verður því 14,3 milljarðar í stað 13,3 og heildarkostnaður við Bakka verða 3570 milljónir í stað 3100 milljóna. Umframkostnaður er ekki inni í fjárveitingum til framkvæmda að sögn Vegagerðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert