Misstu sætin sín nefndum

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.

Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir eru ekki með neinn fulltrúa í átta sjö manna ráðum borgarinnar eftir kosningar á borgarstjórnarfundi í dag. Í stað þess fá þeir áheyrn­ar­full­trúa. Áður hafði verið greint frá því að ef Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir hefðu ákveðið að standa ekki sameiginlega að lista þá myndu Framsókn og flugvallarvinir missa sæt­in sín í sjö manna ráðum. Við það myndu sætin færast yfir til meirihlutans í borgarstjórn og sú varð raunin í kosningum í nefndir á fundinum sem lauk klukkan átta í kvöld. 

Málið snýst um fulltrúa í átta sjö manna ráðum borgarinnar þar sem Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafa átt fulltrúa með atkvæðisrétt í þeim öllum. 

Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir fá þá áheyrn­ar­full­trúa, sam­kvæmt 50. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga og Svein­björg Birna verður hvorki með í ráðum né nefnd­um.  

Sveinbjörg hætti í Framsóknarflokknum í lok ágúst en hún hef­ur verið borg­ar­full­trúi og odd­viti Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík. Þegar Sveinbjörg hætti skrifaði sagði hún á Facebook-síðu sinni að Framsóknarmenn skorti sannfæringu þegar þeir eru inntir eftir af­stöðu sinni til mál­efna hæl­is­leit­enda. „Flokk­ur sem er ekki til­bú­inn að ræða mik­il­væg mál­efni verður aldrei annað en smá­flokk­ur,“ skrifaði Sveinbjörg.

Sveinbjörg Birna.
Sveinbjörg Birna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert