Gengu með hreindýrum í Lapplandi

Á toppnum. Helga lengst til hægri með íslenska fánann á ...
Á toppnum. Helga lengst til hægri með íslenska fánann á toppi fjallsins Halti í Lapplandi. Ljósmynd/Maren Krings

Þau vilja vekja athygli á náttúru Norðurlandanna og settu því af stað verkefni um að ganga á fimm hæstu fjöll Norðurlandanna, utan jökla. Þau byrjuðu á að ganga á Halti í Lapplandi og báru með sér risastórt fornt hljóðfæri til að blása kveðju. Þau gistu í frumstæðum kofum með engu rennandi vatni og útikömrum.

Þetta var mjög frumstætt og skemmtilegt og maður kemur á einhvern hátt betri manneskja úr svona ferðalagi. Maður lærir að umgangast náttúruna með virðingu, sem veitir ekki af í neyslubrjálæði nútímans. Við gengum um tuttugu kílómetra á dag á milli kofa sem eru algjörlega sjálfbærir, enginn sér um þá svo gestir á göngu taka fulla ábyrgð á öllu. Ekkert rennandi vatn er í kofunum svo við þurftum að sækja vatn út í nærliggjandi læki, og við kofana eru útikamrar sem fólk setur trjávið yfir þegar það hefur gert þarfir sínar. Fólki ber skylda til að höggva eldivið þegar það yfirgefur kofana, svo næstu gestir hafi nægan eldivið. Við þurftum að taka allt rusl með okkur til baka og við bárum líka allan mat með okkur, tjöld, dýnur og svefnpoka, en þetta er mjög afskekkt og engir vegir fyrir trússbíl. Þetta er mjög norðarlega og ekkert ósvipað íslenskri náttúru, fyrir utan hreindýrin sem mikið er af á þessum slóðum. Þau gengu með okkur,“ segir Helga Viðarsdóttir sem gekk á fjallið Halti í Lapplandi í sumar ásamt sex félögum sínum.

Bændur notuðu alphorn til að hafa samskipti sín á milli

Táknrænn gjörningur. Hér tekur einn úr hópnum að sér að ...
Táknrænn gjörningur. Hér tekur einn úr hópnum að sér að blása í alpahorn, fornt hljóðfæri sem þau báru með sér upp á fjallstindinn. Ljósmynd/Maren Krings


„Við tókum með okkur fornt blásturshljóðfæri, alpahorn, sem bændur notuðu í Ölpunum í Austurríki hér áður fyrr til að hafa samskipti sín á milli þar sem miklar vegalengdir skildu að. Alpahorn er risastórt hljóðfæri svo við skiptum því niður í bakpokana okkar og bárum það alla leið upp á topp, þar sem við blésum svo kveðju yfir hin Norðurlöndin. Það er hægara sagt en gert að blása í alpahorn, en við æfðum okkur á leiðinni og fyrir vikið fannst Finnunum sem við mættum við vera svolítið klikkuð. En þetta gaf ferðinni sérstakan tón og sýnir ákveðna samstöðu; að við getum farið saman hópur af fólki sem þekkist lítið og borið þetta hljóðfæri saman alla leið upp. Það var sérstök og táknræn tilfinning að blása svo öll í það á toppnum.“

Helga segir að þau hafi ákveðið að ganga á Halti af því Finnland fagnar nú 100 ára sjálfstæðisafmæli.

„Það er svo sérstakt að síðustu metrarnir á hæsta tindi Halte tilheyra Noregi. Ég veit að það var til umræðu í norska þinginu að gefa Finnlandi þessa metra í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis þeirra, en það reyndist of flókið og fór ekki í gegn.“

Næst verður það hið íslenska Snæfell, á lýðveldisafmælinu

Hér reima þau á sig gönguskó utan við einn af ...
Hér reima þau á sig gönguskó utan við einn af kofunum frumstæðu. Ljósmynd/Maren Krings


Helga segir að þau sjö sem gengu upp á Halti hafi verið af fimm þjóðernum og hún hafi verið eini Íslendingurinn og eini Norðurlandabúinn. „Við erum hluti af hópi sem setti af stað verkefni um að ganga á fimm hæstu fjöll Norðurlandanna, utan jökla. Þetta er fólk sem hefur unnið mikið í útivistargeiranum, blaðamenn, ljósmyndarar og fólk sem starfar í ferðamennsku. Þetta er í raun gæluverkefni Þjóðverjans Matthias Assmanns, hann setti þetta af stað af því honum finnst vanta athygli á þennan hluta Evrópu, Norðurlöndin.

Við viljum vekja athygli á náttúru Norðurlandanna, við eigum falleg fjöll og háa tinda og margar áhugaverðar gönguleiðir. Himmelbjerget er ekki nema 147 metra hátt, en engu að síður hæsta fjall eða hóll í Danmörku. Þó svo að Danmörk hafi ekki verið þekkt sem útivistarland er fjöldi fallegra staða þar sem vert er að skoða. Við eigum að líta okkur nær, þá er einfaldara að fara af stað og fyrir vini og vandamenn að slást í för. Hvers vegna ekki að setja sér það markmið að ganga á hæstu fjöll Norðurlandanna frekar en fara í Alpana?“ spyr Helga og bætir við að hópurinn hennar ætli að ganga eitt fjall á ári og næst verði það hið íslenska Snæfell. „Okkur finnst það vel við hæfi þar sem við Íslendingar fögnum 100 ára lýðveldisafmæli á næsta ári.“

Þau hafa sett upp vefsíðu, scandinaviansummits.com, sem auðveldar fólki aðgengi að þessum fimm hæstu tindum Norðurlandanna, þar er kort af svæðinu og upplýsingar um gönguleiðir, mögulega gistingu og fleira gagnlegt.

Hæstu fjöllin fimm á Norðurlöndum (utan jökla): Halti í Finnlandi (1.365 m), Snæfell á Íslandi, (1.833 m), Galdhöpiggen í Noregi (2.469 m), Kebnekaise í Svíþjóð (2.111 m) og Himmelbjerget í Danmörku (147 m).

Innlent »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

Í gær, 19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

Í gær, 18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

Í gær, 18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

Í gær, 18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

Í gær, 17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

Í gær, 16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

Í gær, 16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

Í gær, 15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

Í gær, 16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

Í gær, 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

Í gær, 15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 3
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Pennar
...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...