Gengu með hreindýrum í Lapplandi

Á toppnum. Helga lengst til hægri með íslenska fánann á ...
Á toppnum. Helga lengst til hægri með íslenska fánann á toppi fjallsins Halti í Lapplandi. Ljósmynd/Maren Krings

Þau vilja vekja athygli á náttúru Norðurlandanna og settu því af stað verkefni um að ganga á fimm hæstu fjöll Norðurlandanna, utan jökla. Þau byrjuðu á að ganga á Halti í Lapplandi og báru með sér risastórt fornt hljóðfæri til að blása kveðju. Þau gistu í frumstæðum kofum með engu rennandi vatni og útikömrum.

Þetta var mjög frumstætt og skemmtilegt og maður kemur á einhvern hátt betri manneskja úr svona ferðalagi. Maður lærir að umgangast náttúruna með virðingu, sem veitir ekki af í neyslubrjálæði nútímans. Við gengum um tuttugu kílómetra á dag á milli kofa sem eru algjörlega sjálfbærir, enginn sér um þá svo gestir á göngu taka fulla ábyrgð á öllu. Ekkert rennandi vatn er í kofunum svo við þurftum að sækja vatn út í nærliggjandi læki, og við kofana eru útikamrar sem fólk setur trjávið yfir þegar það hefur gert þarfir sínar. Fólki ber skylda til að höggva eldivið þegar það yfirgefur kofana, svo næstu gestir hafi nægan eldivið. Við þurftum að taka allt rusl með okkur til baka og við bárum líka allan mat með okkur, tjöld, dýnur og svefnpoka, en þetta er mjög afskekkt og engir vegir fyrir trússbíl. Þetta er mjög norðarlega og ekkert ósvipað íslenskri náttúru, fyrir utan hreindýrin sem mikið er af á þessum slóðum. Þau gengu með okkur,“ segir Helga Viðarsdóttir sem gekk á fjallið Halti í Lapplandi í sumar ásamt sex félögum sínum.

Bændur notuðu alphorn til að hafa samskipti sín á milli

Táknrænn gjörningur. Hér tekur einn úr hópnum að sér að ...
Táknrænn gjörningur. Hér tekur einn úr hópnum að sér að blása í alpahorn, fornt hljóðfæri sem þau báru með sér upp á fjallstindinn. Ljósmynd/Maren Krings


„Við tókum með okkur fornt blásturshljóðfæri, alpahorn, sem bændur notuðu í Ölpunum í Austurríki hér áður fyrr til að hafa samskipti sín á milli þar sem miklar vegalengdir skildu að. Alpahorn er risastórt hljóðfæri svo við skiptum því niður í bakpokana okkar og bárum það alla leið upp á topp, þar sem við blésum svo kveðju yfir hin Norðurlöndin. Það er hægara sagt en gert að blása í alpahorn, en við æfðum okkur á leiðinni og fyrir vikið fannst Finnunum sem við mættum við vera svolítið klikkuð. En þetta gaf ferðinni sérstakan tón og sýnir ákveðna samstöðu; að við getum farið saman hópur af fólki sem þekkist lítið og borið þetta hljóðfæri saman alla leið upp. Það var sérstök og táknræn tilfinning að blása svo öll í það á toppnum.“

Helga segir að þau hafi ákveðið að ganga á Halti af því Finnland fagnar nú 100 ára sjálfstæðisafmæli.

„Það er svo sérstakt að síðustu metrarnir á hæsta tindi Halte tilheyra Noregi. Ég veit að það var til umræðu í norska þinginu að gefa Finnlandi þessa metra í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis þeirra, en það reyndist of flókið og fór ekki í gegn.“

Næst verður það hið íslenska Snæfell, á lýðveldisafmælinu

Hér reima þau á sig gönguskó utan við einn af ...
Hér reima þau á sig gönguskó utan við einn af kofunum frumstæðu. Ljósmynd/Maren Krings


Helga segir að þau sjö sem gengu upp á Halti hafi verið af fimm þjóðernum og hún hafi verið eini Íslendingurinn og eini Norðurlandabúinn. „Við erum hluti af hópi sem setti af stað verkefni um að ganga á fimm hæstu fjöll Norðurlandanna, utan jökla. Þetta er fólk sem hefur unnið mikið í útivistargeiranum, blaðamenn, ljósmyndarar og fólk sem starfar í ferðamennsku. Þetta er í raun gæluverkefni Þjóðverjans Matthias Assmanns, hann setti þetta af stað af því honum finnst vanta athygli á þennan hluta Evrópu, Norðurlöndin.

Við viljum vekja athygli á náttúru Norðurlandanna, við eigum falleg fjöll og háa tinda og margar áhugaverðar gönguleiðir. Himmelbjerget er ekki nema 147 metra hátt, en engu að síður hæsta fjall eða hóll í Danmörku. Þó svo að Danmörk hafi ekki verið þekkt sem útivistarland er fjöldi fallegra staða þar sem vert er að skoða. Við eigum að líta okkur nær, þá er einfaldara að fara af stað og fyrir vini og vandamenn að slást í för. Hvers vegna ekki að setja sér það markmið að ganga á hæstu fjöll Norðurlandanna frekar en fara í Alpana?“ spyr Helga og bætir við að hópurinn hennar ætli að ganga eitt fjall á ári og næst verði það hið íslenska Snæfell. „Okkur finnst það vel við hæfi þar sem við Íslendingar fögnum 100 ára lýðveldisafmæli á næsta ári.“

Þau hafa sett upp vefsíðu, scandinaviansummits.com, sem auðveldar fólki aðgengi að þessum fimm hæstu tindum Norðurlandanna, þar er kort af svæðinu og upplýsingar um gönguleiðir, mögulega gistingu og fleira gagnlegt.

Hæstu fjöllin fimm á Norðurlöndum (utan jökla): Halti í Finnlandi (1.365 m), Snæfell á Íslandi, (1.833 m), Galdhöpiggen í Noregi (2.469 m), Kebnekaise í Svíþjóð (2.111 m) og Himmelbjerget í Danmörku (147 m).

Innlent »

Hætta á skriðuföllum

06:39 Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigninu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum. Meira »

Rólegt á lögregluvaktinni

05:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um eitt í nótt vegna gruns um að ökumaður væri að aka undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Meira »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í sept/ okt. Allt til alls...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...