Gengu með hreindýrum í Lapplandi

Á toppnum. Helga lengst til hægri með íslenska fánann á ...
Á toppnum. Helga lengst til hægri með íslenska fánann á toppi fjallsins Halti í Lapplandi. Ljósmynd/Maren Krings

Þau vilja vekja athygli á náttúru Norðurlandanna og settu því af stað verkefni um að ganga á fimm hæstu fjöll Norðurlandanna, utan jökla. Þau byrjuðu á að ganga á Halti í Lapplandi og báru með sér risastórt fornt hljóðfæri til að blása kveðju. Þau gistu í frumstæðum kofum með engu rennandi vatni og útikömrum.

Þetta var mjög frumstætt og skemmtilegt og maður kemur á einhvern hátt betri manneskja úr svona ferðalagi. Maður lærir að umgangast náttúruna með virðingu, sem veitir ekki af í neyslubrjálæði nútímans. Við gengum um tuttugu kílómetra á dag á milli kofa sem eru algjörlega sjálfbærir, enginn sér um þá svo gestir á göngu taka fulla ábyrgð á öllu. Ekkert rennandi vatn er í kofunum svo við þurftum að sækja vatn út í nærliggjandi læki, og við kofana eru útikamrar sem fólk setur trjávið yfir þegar það hefur gert þarfir sínar. Fólki ber skylda til að höggva eldivið þegar það yfirgefur kofana, svo næstu gestir hafi nægan eldivið. Við þurftum að taka allt rusl með okkur til baka og við bárum líka allan mat með okkur, tjöld, dýnur og svefnpoka, en þetta er mjög afskekkt og engir vegir fyrir trússbíl. Þetta er mjög norðarlega og ekkert ósvipað íslenskri náttúru, fyrir utan hreindýrin sem mikið er af á þessum slóðum. Þau gengu með okkur,“ segir Helga Viðarsdóttir sem gekk á fjallið Halti í Lapplandi í sumar ásamt sex félögum sínum.

Bændur notuðu alphorn til að hafa samskipti sín á milli

Táknrænn gjörningur. Hér tekur einn úr hópnum að sér að ...
Táknrænn gjörningur. Hér tekur einn úr hópnum að sér að blása í alpahorn, fornt hljóðfæri sem þau báru með sér upp á fjallstindinn. Ljósmynd/Maren Krings


„Við tókum með okkur fornt blásturshljóðfæri, alpahorn, sem bændur notuðu í Ölpunum í Austurríki hér áður fyrr til að hafa samskipti sín á milli þar sem miklar vegalengdir skildu að. Alpahorn er risastórt hljóðfæri svo við skiptum því niður í bakpokana okkar og bárum það alla leið upp á topp, þar sem við blésum svo kveðju yfir hin Norðurlöndin. Það er hægara sagt en gert að blása í alpahorn, en við æfðum okkur á leiðinni og fyrir vikið fannst Finnunum sem við mættum við vera svolítið klikkuð. En þetta gaf ferðinni sérstakan tón og sýnir ákveðna samstöðu; að við getum farið saman hópur af fólki sem þekkist lítið og borið þetta hljóðfæri saman alla leið upp. Það var sérstök og táknræn tilfinning að blása svo öll í það á toppnum.“

Helga segir að þau hafi ákveðið að ganga á Halti af því Finnland fagnar nú 100 ára sjálfstæðisafmæli.

„Það er svo sérstakt að síðustu metrarnir á hæsta tindi Halte tilheyra Noregi. Ég veit að það var til umræðu í norska þinginu að gefa Finnlandi þessa metra í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis þeirra, en það reyndist of flókið og fór ekki í gegn.“

Næst verður það hið íslenska Snæfell, á lýðveldisafmælinu

Hér reima þau á sig gönguskó utan við einn af ...
Hér reima þau á sig gönguskó utan við einn af kofunum frumstæðu. Ljósmynd/Maren Krings


Helga segir að þau sjö sem gengu upp á Halti hafi verið af fimm þjóðernum og hún hafi verið eini Íslendingurinn og eini Norðurlandabúinn. „Við erum hluti af hópi sem setti af stað verkefni um að ganga á fimm hæstu fjöll Norðurlandanna, utan jökla. Þetta er fólk sem hefur unnið mikið í útivistargeiranum, blaðamenn, ljósmyndarar og fólk sem starfar í ferðamennsku. Þetta er í raun gæluverkefni Þjóðverjans Matthias Assmanns, hann setti þetta af stað af því honum finnst vanta athygli á þennan hluta Evrópu, Norðurlöndin.

Við viljum vekja athygli á náttúru Norðurlandanna, við eigum falleg fjöll og háa tinda og margar áhugaverðar gönguleiðir. Himmelbjerget er ekki nema 147 metra hátt, en engu að síður hæsta fjall eða hóll í Danmörku. Þó svo að Danmörk hafi ekki verið þekkt sem útivistarland er fjöldi fallegra staða þar sem vert er að skoða. Við eigum að líta okkur nær, þá er einfaldara að fara af stað og fyrir vini og vandamenn að slást í för. Hvers vegna ekki að setja sér það markmið að ganga á hæstu fjöll Norðurlandanna frekar en fara í Alpana?“ spyr Helga og bætir við að hópurinn hennar ætli að ganga eitt fjall á ári og næst verði það hið íslenska Snæfell. „Okkur finnst það vel við hæfi þar sem við Íslendingar fögnum 100 ára lýðveldisafmæli á næsta ári.“

Þau hafa sett upp vefsíðu, scandinaviansummits.com, sem auðveldar fólki aðgengi að þessum fimm hæstu tindum Norðurlandanna, þar er kort af svæðinu og upplýsingar um gönguleiðir, mögulega gistingu og fleira gagnlegt.

Hæstu fjöllin fimm á Norðurlöndum (utan jökla): Halti í Finnlandi (1.365 m), Snæfell á Íslandi, (1.833 m), Galdhöpiggen í Noregi (2.469 m), Kebnekaise í Svíþjóð (2.111 m) og Himmelbjerget í Danmörku (147 m).

Innlent »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Vænlegt er til árangurs ef í 1.-2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í NA-kjördæminu er frambjóðandi frá Akureyri.   Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...