Leki í Teslu-máli Magnúsar rannsakaður

Magnús Garðarsson, stofnandi United Silicon.
Magnús Garðarsson, stofnandi United Silicon. mbl.is/aðsent

Ritstjóri DV, ábyrgðarmaður DV.is og fyrrverandi blaðamaður blaðsins voru yfirheyrðir í morgun en ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Vesturlandi að rannsaka upplýsingaleka til DV. Blaðið birti fréttir af meintum hraðakstri Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, en hann höfðaði mál á hendur lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir upplýsingaleka.

Magnús var fyrr á árinu ákærður fyrir líkamsárás af gáleysi og almannahættubrot. Þá var honum gert að hafa ekið Teslu á 183 kílómetra hraða og hafa valdið slysi.

Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV og núverandi ritstjóri dv.is staðfestir í samtali við mbl.is að skýrsla hafi verið tekin af honum, Kolbrúnu Bergþórsdóttur ritstjóra DV og Atla Má Gylfasyni, fyrrverandi blaðamanni DV sem skrifaði fréttina um Magnús í vor.

Kristjón segist treysta blaðamönnum sínum en auk þess verði heimildamenn ekki gefnir upp. Hann sagði að það hefði komið á daginn að allt í fréttinni hafi reynst satt og rétt.

Fjallað var um mál Magnúsar í DV í mars þar sem kemur fram að Magnús hafi verið handtekinn í desember á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Einnig að hann sé grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi á tvöföldum kafla Reykjanesbrautarinnar. 

Óvenju greiður aðgangur að upplýsingum

Lögmenn Magnúsar töldu að blaðamaður hefði haft óvenju greiðan aðgang að upplýsingum. Þær hlytu að koma frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem rannsakaði málið í fyrstu, eða héraðssaksóknara sem tók við rannsókninni.

Í ákæru máls­ins segir að Magnús hafi tekið fram úr fjölda bíla og minnstu munað að árekst­ur yrði. Við Hvassa­hraun ók hann svo á aft­ur­horn ann­ars bíls þannig að sá bíll hafnaði utan veg­ar. Skallaði ökumaður þess bíls stýrið, missti meðvit­und um stund og hlaut áverka. Sá maður krefst þess að fá eina millj­ón í skaðabæt­ur.

Seg­ir í ákær­unni að Magnús hafi með akstri sín­um stofnað lífi og heilsu hins öku­manns­ins og annarra veg­far­enda í aug­ljós­an háska, en akst­urs­skil­yrði voru ekki mjög góð, blaut ak­braut, hált og slæmt skyggni.

Tesla-bíllinn er í vörslu yfirvalda en saksóknari krafðist þess að hann yrði gerður upptækur vegna ítrekaðra brota Magnúsar. Hann hefur reynt að fá bílinn aftur, án árangurs. 

Stjórn United Silicon kærði Magnús í fyrradag fyrir stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is nær hin meinta refsi­verða hátt­semi til upp­hæða sem hlaupa á hundruðum millj­óna. Magnús hafnar því alfarið að hafa dregið að sér fé.

mbl.is

Innlent »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á vernandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörði heiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...