Gæslan undirbýr kaup á þyrlum

Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar á flugi.
Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar á flugi.

Í fjárlagafrumvarpi ársins 2018, sem lagt var fram á Alþingi í fyrradag, verða veittar 100 milljónir til undirbúnings endurnýjun þyrluflota Landhelgisgæslunnar.

Innan Gæslunnar hefur verið skipaður starfshópur sem á að semja tæknilýsingu vegna þyrlukaupanna, samkvæmt upplýsingum Sveins H. Guðmarssonar upplýsingafulltrúa. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn í tengslum við þetta, Jón Erlendsson, yfirflugvirki LHG. Hópurinn hefur hafið störf og er búist við að hann skili niðurstöðum síðla vetrar, að sögn Sveins.

Samkvæmt gildandi fjármálaáætlun er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna á tímabilinu 2019-2021 og varið verður 14 milljörðum króna til kaupanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert