Lögfesting á NPA verði staðfest

Nicole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Bjartrar framtíðar.
Nicole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Golli

Nicole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður velferðarnefndar, telur lögfestingu á not­enda­stýrðri per­sónu­að­stoð, NPA, vera meðal þeirra mála sem brýnt sé að klára áður en gengið verður til kosninga 28. október næstkomandi.

Ég vona sannarlega að það nái í gegn. Ég mun ekki geta horft í spegil ef ég næ ekki að vinna áfram með það,“ segir Nicole í samtali við mbl.is.

Í kafla um heilbrigðismál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lögfesting á NPA er meðal mála sem rík­is­stjórn­in hugðist styðja dyggi­lega við.

Frétt mbl.is: Hyggj­ast inn­leiða samn­ing SÞ um rétt­indi fatlaðra og lög­festa NPA

Nicole segir málið vera á ábyrgð hennar og annarra nefndarmanna í velferðarnefnd. „Ég hef reynt að tala við þingmenn og byrjaði auðvitað fyrst á þeim sem sitja í velferðarnefnd. Þetta er náttúrlega á okkar ábyrgð og þetta er það sem við lofuðum þegar þing var sett í vor. Þetta var sett í forgang og ég mun halda áfram á þeirri braut þar til mér er sagt að ég megi það ekki lengur.“

Nicole vonast eftir því að málið fá hljómgrunn hjá þingmönnum. „Þingmenn eru úti um allt núna en ég vona að þeir allavega hlusti. Sumir eru sammála en þetta er erfiður tími.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert