Eitthvað bogið við verðlagninguna

Sigurður Ingi Jóhannsson segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né …
Sigurður Ingi Jóhannsson segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum.

„Á fundi sauðfjárbænda í morgun kom fram að bændur hafa eðlilegar miklar áhyggjur af fyrirhuguðu verðlækkunum sem framundan eru frá afurðastöðvunum. Fram kom á fundinum að birgðastaðan er svipuð í ár og í fyrra. Hver er þá hvatinn að 35% verðlækkun - á sama tíma og kaupmáttur eykst stórlega,“ spyr Sigurður Ingi í færslu sinni.

„Það er því eitthvað bogið við þessa verðlagningu hún þjónar hvorki bændum né neytendum. Minni hvati er fyrir bændur að framleiða kjöt og neytendur fá ekki þá vöru sem þeir hafa væntingar um.“ Lausnin þurfi að felast í því að allir, jafnt framleiðendur sem neytendur hafi sama hag af því að sauðfjárframleiðsla verði áfram stunduð í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert