Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Fáir virtust kippa sér upp við áhættumyndatöku ferðakonunnar við Gullfoss.
Fáir virtust kippa sér upp við áhættumyndatöku ferðakonunnar við Gullfoss. Ljósmynd/Sunna Lind

Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. Meðfylgjandi mynd tók dóttir Lindu Bjarkar Kvaran, sem búsett er í Noregi en stödd var hér á landi fyrir nokkru, sem varð vitni að uppátæki ferðamannsins.

„Fyrst héldu þau að þetta væru einhver klæði sem  héngju þarna í klettunum og fóru nú eitthvað að spá í þetta og sáu að þetta var manneskja,“ segir Linda Björk, en hún deildi myndinni á Facebook-síðu sinni fyrir nokkru.

Ferðakonan sem um ræðir virtist hafa klifrað niður klettana við fossinn í þeim tilgangi að láta taka af sér mynd. Sunna Lind, dóttir Lindu Bjarkar, fylgdist með úr fjarlægð en svo virðist sem enginn hafi kippt sér upp við áhættumyndatöku ferðakonunnar.

„Hún fór þarna niður bara til að taka af sér myndir, hún komst upp sjálf en það var enginn sem að var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera,“ segir Linda Björk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert