Akstur krefst fullrar athygli

K100-útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns var fenginn til að senda skilaboð undir ...
K100-útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns var fenginn til að senda skilaboð undir stýri á akstursbraut Ökuskóla 3. Það fór ekki vel eins og sjá má í myndbandi á Facebook-síðunni Svali&Svavar. Ljósmynd/Landsbjörg

Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum.

Slysatölur frá Evrópu og Ameríku sýna að 25% allra slysa í umferðinni megi rekja beint til notkunar snjalltækja undir stýri og er það sama hér á landi.

„Þetta er áhyggjuefni alls staðar í heiminum og við verðum að trúa því að við getum breytt þessu. Samgöngustofa gerði viðhorfskönnun á Íslandi í fyrra, þar sögðu 90% hættulegt að nota tækið undir stýri en af sama hópi sögðust 43% samt gera það, þau vita að þetta er hættulegt en stunda samt þessa áhættuhegðun. Ég held að þetta sé stærri ógnvaldur í okkar samfélagi en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, stjórnarmaður hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og talsmaður átaksins Vertu snjall undir stýri.

Höfum gert þetta áður

Svanfríður segir viðhorfsbreytingu þurfa að koma til hjá fólki og verkefnið sé liður í að vekja það til vitundar. „Nú er verið að skoða að þyngja mjög sektina við því að nota snjalltæki undir stýri, það gæti kostað í 40.000 kr. ef lögreglan nær þér. Það hjálpast allt að; að breyta reglum og að breyta viðhorfi.“

Svanfríður bendir á að Íslendingar hafi áður tekið saman höndum og breytt viðhorfum í umferðinni í sameiningu, t.d. með barnabílstóla og öryggisbelti. „Við getum þetta alveg en þurfum bara öll að vera vakandi.“

Átakið er til næstu fimm ára og beint að öllum hópum ökumanna. „Rannsóknir hafa sýnt að notkun snjalltækja undir stýri er ekki tengd við aldurshópa. Það eru allir að nota símann undir stýri en það er misjafnt hvað fólk er að gera. Elstu hóparnir eru mest að tala í hann en yngri hópar eru að gera ýmislegt annað eins og að senda textaskilaboð, horfa á „snöpp“ og á YouTube. Einhvern veginn er þessi tækni búin að læðast smátt og smátt þessa leið og við verðum að fara að spyrna við fótum,“ segir Svanfríður.

Fengu fyrirtæki og fræga í liðið

Í tengslum við átakið „Vertu snjall undir stýri“ skrifuðu nokkur stór fyrirtæki sem eru með marga bíla í umferð undir samning um samfélagslega ábyrgð og mun Samgöngustofa standa fyrir fræðslu um hætturnar sem fylgja notkun snjalltækja undir stýri í þeim fyrirtækjum. Fyrirtækin merkja svo bílana sína með slagorði verkefnisins og miðla þannig boðskapnum til annarra ökumanna.

Þá fékk Landsbjörg þrjá þekkta einstaklinga; Pál Óskar Hjálmtýsson, Sólrúnu Diego og Sigvalda Kaldalóns til að gera tilraunir á akstursbraut. Þau fengu mismunandi verkefni sem öll snúa að notkun á snjalltæki undir stýri á meðan þau keyrðu. Óvæntir hlutir urðu á vegi þeirra með tilheyrandi afleiðingum en myndbönd frá aksturstilraun þeirra má sjá á vefnum.

Innlent »

Síbrotamaður handtekinn í vínbúð

11:04 Karlmaður, sem grunaður er um að hafa verið á ferðinni um skeið og hnuplað varningi úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, var í fyrradag handtekinn eftir tilraun til þjófnaðar úr vínbúð. Meira »

Ýmis mál tekin fyrir á þingfundi í dag

10:05 Þingfundur hefst klukkan hálfellefu í dag en meðal þeirra mála sem verða tekin fyrir eru frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga vegna iðnnáms, frumvörp umhverfis- og auðlindaráðherra um mannvirki og varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og frumvörp félags- og jafnréttismálaráðherra varðandi ýmsa þjónustu við fatlað fólk. Meira »

Algjör kvennasprengja

09:50 Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur sem er á leið á Sundance er algjör kvennasprengja þar sem konur eru allt í öllu. Myndin er fyrsta mynd Ísoldar í fullri lengd og í henni fer Kristín Þóra Haraldsdóttir með sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Meira »

Gul ábending fyrir fjallvegi

09:42 Vegagerðin hefur sent út gula ábendingu fyrir fjallvegi á vestanverðu landinu í dag. Búast má við slyddukrapa eða snjókomu á Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Kleifaheiði fram eftir degi. Meira »

Prentar út jólagjafir

09:10 Jólasveinninn Pottaskefill hefur gefið út að hann ætli að fara óhefðbundnar leiðir í gjafavali í ár. Í stað þess að gefa leikföng eða sælgæti eins og venjan hefur verið, hefur hann ákveðið að gefa Sannar gjafir UNICEF. Meira »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær ævintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Skjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

08:29 Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Heiðraðar fyrir 25 ára starf

08:18 Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning. Meira »

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

07:57 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar. Meira »

Milt veður næstu daga

07:37 Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.   Meira »

Með læknadóp á bar í Breiðholti

07:27 Um klukkan hálf eitt í nótt voru höfð afskipti af manni á bar í Breiðholti sem er grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu. Meira »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
Mercedes Benz 316 CDI
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016 Hátt og lágt drif. Rafmagns- og u...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...