Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

Árið 2014 kom í ljós að lögbundinn samningur ráðherra við …
Árið 2014 kom í ljós að lögbundinn samningur ráðherra við Ríkisútvarpið um að veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu með textun á fréttum og öðru sjónvarpsefni hafði ekki verið gerður. mbl.is/Eggert

Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði.

Lögum samkvæmt skal Ríkisútvarpið, sem er opinbert hlutafélag, veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu með textun á fréttum og öðru sjónvarpsefni.

Árið 2014 kom í ljós að lögbundinn samningur ráðherra við Ríkisútvarpið hafði ekki verið gerður.

Umboðsmaður Alþingis hefur síðan þá átt í samskiptum við mennta- og menningarmálaráðherra og var samningur mennta- og menningarmálaráðherra og Ríkisútvarpsins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu 2016-2019 undirritaður 5. apríl 2016. Samskipti umboðsmanns og Heyrnarhjálpar - landssambands heyrnarskertra á Íslandi voru höfð til hliðsjónar við gerð samningsins.

Í bréfi sínu til ráðuneytisins tekur umboðsmaður einnig fram að líta þarf til þess að ræksla Ríkisútvarpsins á því almannaþjónustuhlutverki sem fjallað er um í samningnum lýti sérstöku eftirliti fjölmiðlanefndar.

Með undirritun samningsins telur umboðsmaður að forathugun sinni á aðgengi heyrnarskertra að sjónvarpsefni Ríkisútvarpsins sé lokið.

Hér sjá bréf umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert