Óþægilegt að sitja undir skítkasti

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sér hafi þótt óþægilegt að sitja undir „skítkasti“ frá hópi innan flokksins síðasta árið vegna þeirrar ákvörðunar sinnar að fara í framboð gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi formanni flokksins, á síðasta landsþingi Framsóknarflokksins.

Í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag sagði Sigurður að hann hafi ákveðið að hlusta á grasrót flokksins og að sú staða sem Sigmundur hafi verið í eftir Panama-skjölin hafi snúist um að ná trausti á ný. Sagði Sigurður að hann hafi ráðlagt Sigmundi að fara öðruvísi að en hann gerði við að endurheimta traust og margir innan flokksins hafi ekki talið Sigmund hafa endurheimt traust. „Til að endurheimta traust þarftu að gera meira,“ sagði Sigurður.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að sá hópur sem studdi Sigmund innan flokksins hafi talið að Sigurður hafi ekkert gert til að lægja öldurnar innan Framsóknarflokksins eftir formannskjörið. Sigurður sagði dapurlegt að menn færu svona ranglega með sannleikann og sagðist hafa gert ýmislegt.

Endaði Sigurður viðtalið á að vísa til ummæla Michelle Obama sem sagði „when they go low we go high“. Sagði Sigurður að þetta mætti heimfæra á íslensku að þegar lágkúran eykst frá andstæðingunum telji hann rétt að koma hreint fram og að hann hafi reynt að gera það undanfarið ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert