Innkalla salat eftir að eðla fannst

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað tvær gerðir af salatpokum undir vörumerkinu Náttúra eftir að viðskiptavinur fann tveggja sentimetra langa eðlu í salatskálinni hjá sér.

Viðskiptavinurinn hafði keypt bæði spínat og klettasalat og blandað innihaldinu saman í skál þegar hann varð var við eðluna. Ekki er því vitað hvort hún var í pokanum með klettasalatinu eða spínatinu og því eru báðar tegundir innkallaðar.

Um er að ræða 75 gramma poka af klettasalati og 100 gramma poka af lífrænu spínati. Fyrirtækið Innes flytur vörurnar inn.

Vörurnar eru innkallaðar í varúðarsjónarmiði með tilliti til neytendaverndar. Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar er bent á að skila þeim í næstu verslun gegn endurgreiðslu, eða til Innnes ferskvörusviðs að Bæjarflöt 2 Reykjavík.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Náttúra

Vöruheiti:  Klettasalat

Strikanúmer: 8711578570438

Nettómagn: 75g

Best fyrir: 04.10.17

Framleiðandi: Heemskerk

Framleiðsluland:Holland      

Innflytjandi: Innnes ehf., Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík.

Dreifing: Sölustaðir um land allt.

Vörumerki: Náttúra

Vöruheiti:  Lífrænt spínat

Strikanúmer: 5690628006963

Nettómagn: 100g

Best fyrir: 10.10.17

Framleiðandi: Hollt og Gott

Framleiðsluland:Ítalía          

Innflytjandi: Innnes ehf., Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík.

Dreifing: Sölustaðir um land allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert