Utanríkisráðuneytið mun einfalda regluverkið

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til Rússlands, en við munum þegar í stað hefja vinnu við það í samstarfi við rússnesk stjórnvöld að reyna að einfalda það ferli og gera það eins skilvirkt og mögulegt er.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag spurður út í væntanleg ferðalög stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en líkt og alþjóð veit þá tryggði liðið sér sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Guðlaugur Þór segir það ekki eiga að vera neitt vandamál fyrir Íslendinga að ferðast til Rússlands, það eru m.a. reglulegar áætlunarferðir þangað frá Keflavík. „Íslenskir ferðamenn sækja reglulega Rússland heim. Þetta er bara spurning um að einfalda ferlið í kringum vegabréfsáritunina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert