Logi Bergmann Eiðsson ráðinn til Árvakurs

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri K100.
Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri K100. Ljósmynd/Gassi

Útvarpsstöðin K100, sem er í eigu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins og mbl.is, hefur náð samningum við Loga Bergmann Eiðsson um dagskrárgerð á stöðinni, auk þess sem hann mun starfa á ritstjórn Morgunblaðsins.

Logi Bergmann er einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins, með áralanga reynslu í fréttavinnslu og framleiðslu dagskrárefnis fyrir bæði útvarp og sjónvarp.

Einnig er í undirbúningi framleiðsla á innlendu sjónvarpsefni og dagskrárgerð með Loga Bergmanni, sem unnin verður í samvinnu Árvakurs og Sjónvarps Símans.

Kominn heim

Logi Bergmann hefur síðasta áratug verið einn helsti fréttaþulur landsins, fyrst á RÚV og síðan á Stöð 2, auk þess sem hann hefur í fjölda ára stjórnað vinsælum sjónvarps- og útvarpsþáttum. Logi Bergmann hóf störf á Morgunblaðinu 1988 og því má segja að hann sé kominn aftur heim.

Ráðning Loga Bergmanns tekur gildi strax og hefur hann hafið störf.

Logi kveðst spenntur yfir því að hefja störf hjá þessu rótgróna fjölmiðlafyrirtæki.

„Ég er mjög spenntur og hlakka til að takast á við ný verkefni og þróa mig áfram á nýjum stað. Ég er sérstaklega spenntur yfir því að koma aftur heim. Það eru næstum þrjátíu ár síðan ég hóf störf á blaðinu. Mogginn reyndist mér alltaf mjög vel. Mig langar til að gera skemmtilegt og áhugavert efni. Ég mun gera það sama og ég hef gert í þrjátíu ár; að fjalla um fólk með fólki. Ég held að það verði mjög gaman að gera það á þessum stað.“

Logi Bergmann hóf störf sem íþróttafréttamaður á Þjóðviljanum fyrir rúmum þrjátíu árum. Þaðan fór hann á Morgunblaðið árið 1988. Árið 1991 söðlaði hann um og hóf störf hjá RÚV sem íþróttafréttamaður.

„Árið 1993 byrjaði ég að vinna og lesa fréttir og gera alls konar þætti. Ég las fyrsta fréttatímann árið 1994. Svo fór ég yfir á Stöð 2 árið 2005 og er búinn að vera þar í rúm 12 ár. Þetta hefur verið feikilega skemmtilegur tími á 365 og ég kveð fólk þar með söknuði. Þetta er hins vegar fínn tími fyrir mig til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Logi Bergmann.

Liður í frekari sókn K100

Magnús E. Kristjánsson, útvarpsstjóri K100 og framkvæmdastjóri hjá Árvakri, segir ráðningu Loga stórt skref í frekari uppbyggingu á öflugu ljósvakaefni.

„Það er afskaplega spennandi fyrir K100 að fara að vinna með svona hæfileikaríkum og reynslumiklum fjölmiðlamanni eins og Loga. Við fögnum því að fá hann í okkar lið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir K100. Við erum að blása til sóknar. Við erum að stækka dreifikerfið á K100, þétta raðirnar og bæta dagskrána,“ segir Magnús.

Innlent »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Skaflinn lifði af sumarið

07:37 Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum sköflum efst í Gunnlaugsskarði. Meira »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Áform um átta hæða hús við Skúlagötu

07:47 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur kynnt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega eins hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar. Tillagan verður næst tekin fyrir í borgarráði. Meira »

Tóku upp atriði í Hvalfjarðargöngunum

07:24 Mótorhjólaatriði í stuttmynd með nýju lagi bandaríska tónlistarmannsins Elliot Moss var tekið upp í Hvalfjarðargöngum í nótt. Kvikmyndagerðarmenn nýttu sér tækifærið þegar göngin voru lokuð vegna viðhalds og þrifa og sviðsettu dramatíska mótorhjólaferð sem endaði miður vel. Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Mercedes Benz 350 4matic 2006
Fallegur og vel með farinn station 4x4 ný dekk,bíll í topp standi. Ekinn aðeins ...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...