Markaðssetning leikkvenna í karlaveldinu Hollywood

Guðrún Elsa Bragadóttir og Björn Þór Vilhjálmsson.
Guðrún Elsa Bragadóttir og Björn Þór Vilhjálmsson. mbl.is/Árni Sæberg

Hún er veikust fyrir Hollywood-melódrömum frá fjórða áratugnum. Hann er meira fyrir forboðnar myndir og siðferðisfárið sem hneppti kvikmyndaverin í fjötra ritskoðunar um svipað leyti. Saman veltast þau um af hlátri yfir gömlum ærslagamanmyndum.

Guðrún Elsa Bragadóttir og Björn Þór Vilhjálmsson fjalla um birtingarmyndir kvenna í ólíkum gerðum Hollywood-kvikmynda; ritskoðuðum myndum, ærslagamanmyndum og melódrömum, á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ.

Um Guðrúnu Elsu Bragadóttur, bókmenntafræðing, má með sanni segja að hún sé dama sem gefin er fyrir drama. Kvikmyndir frá gullöld Hollywood eru henni afar hugleiknar og hún viðurkennir kinnroðalaust að hafa fellt margt tárið yfir melódrömunum úr draumasmiðjunni. Kvikmyndaáhugi hennar einskorðast þó ekki við vasaklútamyndir eða kvennamyndir eins og þær eru oft kallaðar. Hún veltist bókstaflega um af hlátri yfir klassískum ærslagamanmyndum úr sömu smiðju frá fjórða áratugnum. Kærastinn, Björn Þór Vilhjálmsson, bókmennta- og kvikmyndafræðingur og greinarformaður kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands, er alveg á sömu línu hvað þær síðarnefndu áhrærir. Áhugi hans beinist jafnframt að stjörnukerfi Hollywood og ritskoðun, sem áratugum saman var við lýði í kvikmyndaborginni og rekja mátti til hræringa í bandarískum stjórnmálum.

Guðrún Elsa og Björn Þór. Hún er veikust fyrir Hollywood-melódrömum ...
Guðrún Elsa og Björn Þór. Hún er veikust fyrir Hollywood-melódrömum frá fjórða áratugnum. Hann er meira fyrir forboðnar myndir og siðferðisfárið sem hneppti kvikmyndaverin í fjötra ritskoðunar um svipað leyti. mbl.is/Árni Sæberg


Bæði hafa sérstaklega mikinn áhuga á hlut kvenna í kvikmyndagerð á gullaldarskeiði Hollywood árin 1930 til 1950 og hafa í sameiningu búið til námskeið sem um það hverfist með áherslu á fjórða áratuginn, fyrsta áratug talmyndanna. Konur, kynferði og kynímyndir klassísku Hollywood er yfirskrift námskeiðsins, sem hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í lok mánaðarins.

Melódrömu meistarans

„Fyrst og fremst ætlum við að byggja námskeiðið á styrkleikum og sérþekkingu hvors okkar um sig. Við höfum ekki áður haldið saman námskeið og erum að vonum afkaplega spennt. Við Björn Þór kennum alla tímana saman og höfum skipulagt námskeiðið í náinni samvinnu,“ segir Guðrún Elsa og heldur áfram: „Samhliða námi í bókmenntafræði í HÍ sótti ég mörg námskeið í kvikmyndafræði og hefði raunar frekar viljað taka mastersprófið í kvikmyndafræði en bókmenntum, en það var ekki í boði í HÍ. BA-ritgerðin mín fjallar um melódrömu í bandarískum kvikmyndum og MA-ritgerðin um þýska kvikmyndaleikstjórann Fassbinder og melódrömu hans. Björn Þór er hins vegar menntaður kvikmyndafræðingur frá Madison-háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum,“ upplýsir Guðrún Elsa.

Katharine Hepburn
Katharine Hepburn


Samhliða meistaranáminu, og nokkrum árum áður en þau Björn Þór fóru að draga sig saman, var hún aðstoðarkennari hans á námskeiðum um bandarískar kvikmyndir. En nú eru þau par og Björn Þór hefur síðastliðin ár farið nokkrar ferðirnar til Buffaló í norðurhluta New York, nú síðast í sumar, þar sem unnustan vann að doktorsritgerð um bandarískar samtímabókmenntir eftir konur við SUNY-háskólann þar í borg.

„Við vorum í allt sumar að undirbúa og skipuleggja námskeiðið. Meðal annars horfðum við á ótal kvikmyndir, grúskuðum í heimildum og lásum okkur til. Einnig ræddum við fyrirkomulag námskeiðsins fram og til baka, en markmiðið er að höfða til kvikmyndaunnenda og áhugafólks um birtingarmyndir kvenna innan stjörnukerfisins svokallaða í Hollywood og fjalla um andófið sem þar fór leynt og ljóst fram,“ segir Guðrún Elsa.

Stjörnukerfi og birtingarmyndir

Joan Crawford
Joan Crawford


Með stjörnukerfinu á hún við markvissa markaðssetningu kvikmyndaveranna á tilteknum leikkonum sem stjörnum. „Markaðssetningin var samtvinnuð kynferði þeirra með nær órjúfanlegum hætti. Við ætlum að grafast fyrir um stöðu leikkvennanna sem kyntákna og leiksoppa karla, og einnig mótstöðuafl þeirra, réttindabaráttu og útgönguleiðir til sjálfstæðis og listræns frama.“

Guðrún Elsa segir að farið verði ofan í saumana á ferli og frama frægra leikkvenna á borð við Bette Davis, Joan Crawford, Katharine Hepurn, Barbara Stanwyck, Marilyn Monroe og Marlene Dietrich, en allar höfðu þær áhrif, ólík og hver með sínum hætti. „Þótt Bette Davis og Joan Crawford hafi verið undantekningar, var starfsaldur leikkvenna í Hollywood yfirleitt ekki lengri en tíu til fimmtán ár, mun styttri en karlleikaranna. Þær Davis og Crawford voru ákaflega hæfileikaríkar, en líka harðir naglar sem létu hvorki kerfið né karlana valta yfir sig, heldur börðust áfram með kjafti og klóm.“

Andstæður þessara hörkutóla voru að mati Guðrúnar Elsu til að mynda Marilyn Monroe og Judy Garland. Báðar hlutu dapurleg örlög, misnotuðu vímuefni, urðu leiksoppar karla og fyrirfóru sér.

Bette Davis
Bette Davis


„Aðstæður leikkvenna voru ekki auðveldar í því karlaveldi sem framleiðsluumhverfi kvikmyndanna var – og er enn,“ segir hún og vísar í nýjasta Hollywood-skandalinn; kynferðislegt áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein í garð kvenna áratugum saman. Þótt athæfið rataði ekki fjölmiðla fyrr en nýverið, er haft eftir þeim sem til þekkja að það hafi verið verst geymda leyndarmál Hollywood.

Erkitýpurnar fjórar

Tálkvendið, kyntáknið, skassið og góða konan voru helstu birtingarmyndir kvenna í kvikmyndum gullaldarinnar. Guðrún Elsa er ekki frá því að erkitýpurnar fjórar séu í einhverjum mæli enn á kreiki, en þó kannski ekki alveg eins einsleitar og áður. „Tálkvendið og skassið fengu alla jafna makleg málagjöld, en kyntákninu og góðu konunni var umbunað, jafnvel með draumaprinsinum í myndinni. Auðvitað hafa undanfarna áratugi verið meiri frávik og konur ekki látnar gjalda fyrir kynferði sitt, hegðun og þrár á sama hátt,“ útskýrir hún og víkur talinu að „nýju konunni“ sem kom fram á sjónarsviðið í ærslagamanmyndunum á árunum 1937-1942.

Marilyn Monroe
Marilyn Monroe


„Á námskeiðinu skoðum við tvær klassískar, Bringing Up Baby og The Women, sem er sannkölluð kvennamynd, byggð á leikriti eftir konu, með handriti eftir tvær konur, kvenleikstjóra og eingöngu konum í hlutverkum – sem raunar tala bara um karla myndina út í gegn. Ærslagamanmyndir fjalla um frakkar og sjálfstæðar konur, sem líta á sig sem jafningja karlanna, og spegla að því leytinu tíðarandann á þessum árum í kjölfar mikilla umbrotatíma í kvenréttindum. Katharine Hepurn var aðalstjarna slíkra mynda ásamt Cary Grant og oft alveg óborganleg.“

Fjallað verður um ærslagamanmyndir á öðru af þremur kvöldum námskeiðsins og vasaklútamyndir á því síðasta.

Siðferðisfár og forboðnar myndir

Fyrsta kvöldið snýst hins vegar um alræmt frávik í bandarískri kvikmyndasögu. Gera má því skóna að þá verði Björn Þór hvað mest í essinu sínu. Siðferðisfár og forboðnar myndir eru enda býsna forvitnilegt fyrirbæri. Forboðnu myndirnar, Red Dust frá 1932 og Baby Face frá 1933, verða sýndar óklipptar eins og þær voru áður en yfirvöld „dauðhreinsuðu“ þær af öllu sem þeim þótti vafasamt. Guðrún Elsa útskýrir nánar:

Marlene Dietrich
Marlene Dietrich


„Hollywood lá undir mikilli gagnrýni í upphafi fjórða áratugarins, bæði af hálfu yfirvalda og kaþólsku kirkjunnar. Alls konar skandalar rötuðu í pressuna og siðgæðið þótti á stundum ekki upp á marga fiska. Oft er talað um alræmt frávik í bandarískri kvikmyndasögu, en árið 1934 samþykktu kvikmyndaverin að lúta reglum framleiðslusáttmálans, sem fólu í sér óbilgjarna ritskoðun næstu áratugina. Í fjögur ár þar á undan, eða frá komu hljóðmyndanna, hafði Hollywood aftur á móti haft lausan tauminn. Þá voru framleiddar fjölmargar myndir sem síðar voru bannaðar og eru allsendis ólíkar myndunum sem á eftir komu í frjálslegri og framsýnni framsetningu á konum og kynferðismálum.“

Konur eiga enn undir högg að sækja

Guðrún Elsa lætur þess til gamans getið að í þessum frjálslegu kvikmyndum sé konu sem sængar hjá fullt af körlum ekki endilega refsað eins og í mörgum myndum sem á eftir komu.

Þótt starfsumhverfi leikkvenna í Hollywood kunni að hafa breyst til hins betra, rennur henni til rifja að í fyrra voru konur aðeins í 32% hlutverka, af handritshöfundum voru 11% konur og kvenleikstjórar voru 4%. Á sama tíma eru konur 52% allra bíógesta í Bandaríkjunum. Guðrún Elsa vonast til að þátttakendur á námskeiðinu verði bæði ungir og aldnir, karlar og konur. „Gömlu Hollywood-myndirnar eru falinn fjársjóður,“ segir hún.

Stella Dallas í uppáhaldi

Stella Dallas
Stella Dallas


„Ég horfði á um þrjátíu bandarísk melódrömu, svokallaðar vasaklútamyndir, yfir jólin þegar ég var að skrifa BA-ritgerðina mína og grét meira og minna yfir hverri mynd, það bara brast einhver flóðgátt,“ segir Guðrún Elsa.

Melódrömu eru ein af lykilundirgreinum klassíska Hollywood. Á námskeiðinu verður skoðað hverng ávarp Hollywood breytist þegar konur eru ætlaðir áhorfendur tiltekinna kvikmynda og hvernig greinin skiptist í forvitnilegar og tregafullar undirgreinar eins og „móðurmelódrömu“ eða „dræsumelódrömu“. Sjónum verður beint að móðurinni í melódrömum fjórða áratugarins og þátttakendur fá að sjá tvær af eftirlætismyndum Guðrúnar Elsu, Blonde Venus frá 1932 og Stella Dallas frá 1937.

„Stella Dallas flokkast sem „móðurmelódrama“ en í henni segir frá almúgastúlku (Barbara Stanwyck) sem giftist upp fyrir sig. Hún kann sér ekki hóf, hleður á sig skartgripum, talar of hátt og skemmtir sér of mikið, jafnvel líka eftir að þeim hjónum fæðist dóttir. Myndin felur í sér boðskap, söguhetjan lærir á lífsins leið, því hún áttar sig á að hún er að skemma fyrir dóttur sinni með háttalagi sínu,“ segir Guðrún Elsa.

Námskeiðið Konur, kynferði og kynímyndir klassísku Hollywood verður haldið kl. 20.15 - 22.15, þriðjudagana 31. október, 7. og 14. nóvember. Nánari upplýsingar og skráning: www.endurmenntun.is.

Innlent »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Hef gaman af því að grúska

Í gær, 20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

Í gær, 20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Síldarlýsi út á salatið?

Í gær, 19:58 Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

Í gær, 19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

Í gær, 19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Í gær, 19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

Í gær, 18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

Í gær, 18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

Í gær, 18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

Í gær, 18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

Í gær, 18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
VW POLO
TIL SÖLU ÞESSI FALLEGI VW POLO COMFORTLINE ÁRGERÐ 2011. BÍLLINN ER MEÐ 1400 VÉL ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...