Bregðast við neyð leigjenda

Ráðherrann undirritaði tvær reglugerðir svo hægt verði að opna á ...
Ráðherrann undirritaði tvær reglugerðir svo hægt verði að opna á aðgerðirnar.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur falið Íbúðalánasjóði að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðrar stöðu leigjenda en í nýrri könnun sjóðsins kemur fram að hlutfall fólks á leigumarkaði sé enn að aukast. Í aðgerðunum felst að greiðsla húsnæðisbóta mun færast til sjóðsins frá Vinnumálastofnun, sem annast þær nú. Mun sjóðurinn fara í sérstakt átak til að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði.

Þá hefur ráðherra falið sjóðnum að undirbúa stofnun leigufélags sem muni eignast og leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á hóflegu verði. Um er að ræða tímabundna aðgerð til að bregðast við miklum skorti á hagkvæmu húsnæði til leigu. Síðar verður stefnt að því að íbúðir leigufélagsins fari í umsjá viðeigandi sveitarfélaga eða inn í nýtt kerfi leiguheimila sem nýtur opinberra stofnframlaga.

Ráðherrann hefur undirritað tvær nýjar reglugerðir sem opna á þessar aðgerðir. Hann segir að útgáfa reglugerðanna styðji við nýtt hlutverk Íbúðalánasjóðs sem sé að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði „Lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs takmarkast nú við félagsleg lán og lán til svæða þar sem önnur lán bjóðast ekki. Nú bætist við útgreiðsla húsnæðisbóta og aðkoma að fjölgun hagkvæmra leigubúða. Ég hef auk þess falið sjóðnum að annast víðtækt hlutverk á sviði efnahagsmála þar sem hagdeild sjóðsins framkvæmir hlutlausar greiningar á þróun húsnæðismála og miðlar þeim upplýsingum til almennings. Þá höfum við falið sjóðnum samræmingu nýrra húsnæðisáætlana sveitarfélaga og útdeilingu fjár í formi stofnframlaga til óhagnaðardrifinna byggingarverkefna,“ segir Þorsteinn.

Aðeins 40% nýta réttinn til húsnæðisbóta

Í nýrri leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur fram að leigjendur greiða að meðaltali 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Þrátt að greiða svo háa leigu þá nýta einungis ríflega 40% leigjenda rétt sinn til húsnæðisbóta. Umtalsverð hækkun bótanna og hækkun tekjuviðmiða við síðustu áramót og aftur í vor, virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri við að bæta stöðu leigjenda.

Í tengslum við yfirfærslu útgreiðslu bótanna til Íbúðalánasjóðs mun sjóðurinn ráðast í nánari skoðun á því hverju það sætir að stór hluti þeirra sem rétt eiga á slíkum greiðslum láti hjá líða að sækja þær. „Fólk getur verið að fara á mis við háar upphæðir á ársgrundvelli. Einstaklingur sem er á leigumarkaði og er með undir 550.000 kr. í laun á mánuði á rétt á 6.798 kr. í húsnæðisbætur eða sem nemur samtals 81.576 kr. á ári. Fjögurra manna heimili með sömu tekjur á rétt á 44.935 kr. eða 539.220 kr á ári. Þetta eru upphæðir sem skipta fólk máli og því er brýnt að komast að því hvers vegna þær eru ekki að skila sér. Ríkisvaldið hefur ákveðið að jafna stöðu fólks á húsnæðismarkaði með þessum bótum og í húsnæðiskrísu, eins og nú ríkir, þá er sérstaklega mikilvægt að þessir peningar rati á réttan stað,“ segir Þorsteinn.

Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi gert ítarlegar kannanir á stöðu leigjenda og hann fagni því að fá tækifæri til að koma auknum fjárhagsstuðningi til þessa hóps. „Ég hugsa að margir átti sig einfaldlega ekki á því hvað húsnæðisbætur, sem áður nefndust húsaleigubætur, hafa hækkað mikið og að fólk eigi kannski rétt á þeim núna þó það hafi ekki átt hann áður, t.d. vegna of hárra tekna. Í öllu falli er þarna er hópur með millitekjur sem greiðir mjög háa leigu en lætur umtalsverðar fjárhæðir liggja óhreyfðar hjá hinu opinbera, sem það á sannarlega rétt á að fá,“ segir Hermann.

 Kanna hvort íbúðir geti orðið að leiguheimilum

Annar megin þáttur í aðgerðunum nú til að bregðast við bágri stöðu leigjenda er stofnun leigufélags utan um fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Ráðherra mæltist til þess í byrjun júlí að sjóðurinn hætti við sölu um 300 íbúða í eigu sjóðsins. Íbúðalánasjóður hafði fyrirhugað að selja flestar eignanna fyrir áramót. Í dag eru tæplega 500 íbúðir í eigu sjóðsins en um tveir þriðju hluti íbúðanna eru í útleigu. Leigjendur þeirra eru í mörgum tilfellum fyrrverandi eigendur íbúðanna eða leigjendur fyrri eigenda sem misstu íbúðirnar í hendur sjóðsins vegna vanskila. 

Þorsteinn segir að Íbúðalánasjóður muni kanna hvort íbúðirnar geti í framhaldinu orðið að svokölluðum leiguheimilum en það eru íbúðir sem eru keyptar eða byggðar með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. „Leiguheimiliskerfið er hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“

Ráðherra segir einnig koma til greina að íbúðirnar renni inn í félagsíbúðakerfi viðkomandi sveitarfélaga þegar fram líði stundir. Brýnt sé að bregðast við því neyðarástandi sem ríki á leigumarkaði og nýtt leigufélag Íbúðalánasjóðs sé leið til þess. Ekki komi til greina að selja íbúðirnar eins og staðan sé nú.

mbl.is

Innlent »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýjar GUESS gallabuxur í stærð 27/34
Nýjar Guess gallabuxur "Cigarette Mid" sem er "slim fit", "mid rise" og "cigaret...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...