Bregðast við neyð leigjenda

Ráðherrann undirritaði tvær reglugerðir svo hægt verði að opna á ...
Ráðherrann undirritaði tvær reglugerðir svo hægt verði að opna á aðgerðirnar.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur falið Íbúðalánasjóði að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðrar stöðu leigjenda en í nýrri könnun sjóðsins kemur fram að hlutfall fólks á leigumarkaði sé enn að aukast. Í aðgerðunum felst að greiðsla húsnæðisbóta mun færast til sjóðsins frá Vinnumálastofnun, sem annast þær nú. Mun sjóðurinn fara í sérstakt átak til að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði.

Þá hefur ráðherra falið sjóðnum að undirbúa stofnun leigufélags sem muni eignast og leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á hóflegu verði. Um er að ræða tímabundna aðgerð til að bregðast við miklum skorti á hagkvæmu húsnæði til leigu. Síðar verður stefnt að því að íbúðir leigufélagsins fari í umsjá viðeigandi sveitarfélaga eða inn í nýtt kerfi leiguheimila sem nýtur opinberra stofnframlaga.

Ráðherrann hefur undirritað tvær nýjar reglugerðir sem opna á þessar aðgerðir. Hann segir að útgáfa reglugerðanna styðji við nýtt hlutverk Íbúðalánasjóðs sem sé að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði „Lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs takmarkast nú við félagsleg lán og lán til svæða þar sem önnur lán bjóðast ekki. Nú bætist við útgreiðsla húsnæðisbóta og aðkoma að fjölgun hagkvæmra leigubúða. Ég hef auk þess falið sjóðnum að annast víðtækt hlutverk á sviði efnahagsmála þar sem hagdeild sjóðsins framkvæmir hlutlausar greiningar á þróun húsnæðismála og miðlar þeim upplýsingum til almennings. Þá höfum við falið sjóðnum samræmingu nýrra húsnæðisáætlana sveitarfélaga og útdeilingu fjár í formi stofnframlaga til óhagnaðardrifinna byggingarverkefna,“ segir Þorsteinn.

Aðeins 40% nýta réttinn til húsnæðisbóta

Í nýrri leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur fram að leigjendur greiða að meðaltali 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Þrátt að greiða svo háa leigu þá nýta einungis ríflega 40% leigjenda rétt sinn til húsnæðisbóta. Umtalsverð hækkun bótanna og hækkun tekjuviðmiða við síðustu áramót og aftur í vor, virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri við að bæta stöðu leigjenda.

Í tengslum við yfirfærslu útgreiðslu bótanna til Íbúðalánasjóðs mun sjóðurinn ráðast í nánari skoðun á því hverju það sætir að stór hluti þeirra sem rétt eiga á slíkum greiðslum láti hjá líða að sækja þær. „Fólk getur verið að fara á mis við háar upphæðir á ársgrundvelli. Einstaklingur sem er á leigumarkaði og er með undir 550.000 kr. í laun á mánuði á rétt á 6.798 kr. í húsnæðisbætur eða sem nemur samtals 81.576 kr. á ári. Fjögurra manna heimili með sömu tekjur á rétt á 44.935 kr. eða 539.220 kr á ári. Þetta eru upphæðir sem skipta fólk máli og því er brýnt að komast að því hvers vegna þær eru ekki að skila sér. Ríkisvaldið hefur ákveðið að jafna stöðu fólks á húsnæðismarkaði með þessum bótum og í húsnæðiskrísu, eins og nú ríkir, þá er sérstaklega mikilvægt að þessir peningar rati á réttan stað,“ segir Þorsteinn.

Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi gert ítarlegar kannanir á stöðu leigjenda og hann fagni því að fá tækifæri til að koma auknum fjárhagsstuðningi til þessa hóps. „Ég hugsa að margir átti sig einfaldlega ekki á því hvað húsnæðisbætur, sem áður nefndust húsaleigubætur, hafa hækkað mikið og að fólk eigi kannski rétt á þeim núna þó það hafi ekki átt hann áður, t.d. vegna of hárra tekna. Í öllu falli er þarna er hópur með millitekjur sem greiðir mjög háa leigu en lætur umtalsverðar fjárhæðir liggja óhreyfðar hjá hinu opinbera, sem það á sannarlega rétt á að fá,“ segir Hermann.

 Kanna hvort íbúðir geti orðið að leiguheimilum

Annar megin þáttur í aðgerðunum nú til að bregðast við bágri stöðu leigjenda er stofnun leigufélags utan um fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Ráðherra mæltist til þess í byrjun júlí að sjóðurinn hætti við sölu um 300 íbúða í eigu sjóðsins. Íbúðalánasjóður hafði fyrirhugað að selja flestar eignanna fyrir áramót. Í dag eru tæplega 500 íbúðir í eigu sjóðsins en um tveir þriðju hluti íbúðanna eru í útleigu. Leigjendur þeirra eru í mörgum tilfellum fyrrverandi eigendur íbúðanna eða leigjendur fyrri eigenda sem misstu íbúðirnar í hendur sjóðsins vegna vanskila. 

Þorsteinn segir að Íbúðalánasjóður muni kanna hvort íbúðirnar geti í framhaldinu orðið að svokölluðum leiguheimilum en það eru íbúðir sem eru keyptar eða byggðar með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. „Leiguheimiliskerfið er hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“

Ráðherra segir einnig koma til greina að íbúðirnar renni inn í félagsíbúðakerfi viðkomandi sveitarfélaga þegar fram líði stundir. Brýnt sé að bregðast við því neyðarástandi sem ríki á leigumarkaði og nýtt leigufélag Íbúðalánasjóðs sé leið til þess. Ekki komi til greina að selja íbúðirnar eins og staðan sé nú.

mbl.is

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

Í gær, 20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Í gær, 20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

Í gær, 19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

Í gær, 19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

Í gær, 19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

Í gær, 18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Í gær, 19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

Í gær, 19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

Í gær, 18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...