Ráku út hústökufólk í Kópavogi

Lögreglan handtók hústökumennina vegna ótengdra mála.
Lögreglan handtók hústökumennina vegna ótengdra mála.

Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í vesturbæ Kópavogs á þriðjudaginn síðastliðinn. Húsið er í eigu Kópavogsbæjar en mennirnir voru handteknir vegna annarra ótengdra mála að sögn lögreglufulltrúa í Kópavogi. 

Um er að ræða góðkunningja lögreglunnar en ekki er talið að nein ólögleg starfsemi hafi átt sér stað í húsinu heldur einungis að mennirnir hafi komið sér fyrir þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert