Vilja búa til tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík

Ylströndin Nauthólsvík er vel sótt, sérstaklega á góðviðrisdögum.
Ylströndin Nauthólsvík er vel sótt, sérstaklega á góðviðrisdögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær.

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að hitaveitan nýti annars vegar vatn frá lághitasvæðum og hins vegar frá virkjunum í Henglinum. Tækifæri sé til að nýta umframvatn frá Nesjavöllum á sumrin sem sé ella fargað.

„Hægt væri að leiða vatnið í Gufunes frá Víkurvegsstöð í Grafarvogi. Þá er starfshópnum einnig falið að kanna hvort hægt sé að nýta umframvatn fyrir ylströnd við Skarfaklett út af Laugarnesi. Heita vatnið til hennar myndi koma úr svokallaðri Sundlaugastöð,“ segir í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert