Hvöss austanátt með kvöldinu

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Hvessa fer af austri þegar líður á daginn og verður vindur á bilinu 8-18 m/s. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan og austan til á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig, mildast syðra, en sums staðar verður vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku fram eftir morgnum.

Víða verður allhvass vindur í nótt og bætir í úrkomu á suðaustanverðu landinu, en lægir og dregur úr vætunni undir hádegi á morgun. Útlit er fyrir rigningu og strekkingsvind fyrir norðan fram á kvöld á morgun, en lægir síðan og dregur úr rigningunni þar líka, en síst þó á norðanverðum Vestfjörðum.

Hitastig verður á bilinu 5 til 10 stiga hiti á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert