Ágætt veður víðast hvar

Ágætt veður er á landinu.
Ágætt veður er á landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestan til. Hiti 3 til 9 stig. Norðaustan 3-10 á morgun, skýjað og dálítil væta austanlands, en léttskýjað sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Vestan kaldi og skýjað vestanlands á fimmtudag, en bjartviðri á austanverðu landinu. 
Á föstudag er útlit fyrir vestan 8-13 m/s með rigningu og mildu veðri, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðaustan 8-13 NV-til, annars hægari vindur. Súld eða rigning á N-verðu landinu, en léttskýjað SV-lands. Hiti 3 til 9 stig.
Norðaustan 3-10 á morgun, skýjað og dálítil rigning A-til, en léttskýjað á S- og SV-landi.
Á miðvikudag:

Norðaustan 3-10 m/s og léttskýjað á S- og SV-landi, annars skýjað og dálítil rigning A-lands. Hiti 2 til 8 stig. 

Á fimmtudag:
Vestlæg átt 5-10 og skýjað en úrkomulítið. Hægari og víða léttskýjað A-til á landinu. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag:
Vestan 8-13 og rigning, talsverð úrkoma V-lands. Hiti 4 til 10 stig. 

Á laugardag:
Norðanátt og kólnandi veður. Dálítil él NA-lands, en bjartviðri á S- og V-landi. 

Á sunnudag:
Suðlæg átt, þykknar upp og fer að rigna á S- og V-landi. Heldur hlýnandi. 

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt, dálítil væta og milt veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert