Fundað með frambjóðendum um flugmál

Flugmálafélag Íslands segir að flugmál hafi ekki fengið tilheyrandi umræðu í aðdraganda kosninga og því hefur félagið boðað til fundar um flugmál með frambjóðendum sjö stærstu flokka á landsvísu.

Fundurinn hefst kl. 17 á Hótel Natura í dag og er opinn öllum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir í tilkynningunni, að flugið sé stór hluti af hagkerfinu, undirstaða ferðaþjónustu og snerti alla landsmenn og verðskuldi því vandaða umræðu.

Gestir fundarins verða þau Jón Gunnarsson samgönguráðherra (D), Kjartan Þór Ragnarsson (F), Steinunn Þóra (V), Þorsteinn Víglundsson (C), Jón Þór Þorvaldsson (M), Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (P) og Eva H. Baldursdóttir (S).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert