Ekki tekið tillit til kostnaðar

Rauði krossinn sinnir hælisleitendum
Rauði krossinn sinnir hælisleitendum mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki hafi verið tekið tillit til kostnaðar við ritun sameiginlegrar skýrslu lögmanna um meðferð hælisumsókna.

Þar er meðal annars lagt til að hælisleitendum sem hingað komi verði tryggður aðgangur að sjálfstætt starfandi lögmönnum allt frá upphafi málsmeðferðar og til loka hennar og verði allur kostnaður greiddur úr ríkissjóði.

Helga Vala átti þátt í gerð skýrslunnar en hæstaréttarlögmaðurinn Einar S. Hálfdánarson vakti athygli á skýrslunni í Morgunblaðinu í gær og sagði að ef breytingin yrði að veruleika myndi það valda sprengingu í hælisumsóknum.

Spurð hvort hún sé persónulega sammála niðurstöðu skýrslunnar um að ríkissjóður greiði fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi lögmanna við málsmeðferð fyrir stjórnvöldum segir Helga Vala að það sé ekki sitt að taka afstöðu til þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert