Tveir heimar handverks og hönnunar

Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson skoða skartgripi Hönnu, samstarfskonu sinnar ...
Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson skoða skartgripi Hönnu, samstarfskonu sinnar í Freetown. Ljósmynd/Olivia Aclan

Sweet Salone er afrakstur sameiginlegs verkefnis íslenskra hönnuða og handverksfólks í Síerra Leóne á vegum velgerðarsjóðsins Auroru. Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og verkefnisstjóri, segir persónuleg kynni hafa átt stóran þátt í að hönnunarteymið fann betur en ella hversu starf þeirra var þýðingarmikið og skipti sköpum í lífi fólks.

Sierra Leone. Sweet Salone. Hljómar býsna líkt, enda dregur seinna nafnið dám af því fyrra; Vestur-Afríkuríki, sem í rúman aldarfjórðung var nánast stöðugt í heimsfréttunum vegna alls kyns hörmunga. Skemmst er að minnast tíu ára blóðugrar borgarastyrjaldar til ársins 2002 og ebólufaraldurs árið 2014. Sweet Salone er aftur á móti hönnunarverkefni, sem velgerðarsjóðurinn Aurora fékk hönnuðinn Sigríði Sigurjónsdóttir til að stýra og fólst í að stefna saman íslenskum hönnuðum og handverksfólki í Síerra Leóne – eins og landið nefnist á íslensku.

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, hönnuður hjá As We Grow, og samstarfsfólk ...
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, hönnuður hjá As We Grow, og samstarfsfólk hennar í Síerra Leóne.


Sjóðurinn hefur um tíu ára skeið stutt við skólastarf og uppbyggingu í Síerra Leóne, og jafnlengi stutt við hönnuði á Íslandi gegnum Hönnunarsjóð Auroru. „Hönnunarverkefnið snerist um að við hjálpuðum handverksfólkinu þar ytra til að auka virði handverks síns, leiðbeindum því með verklag og annað slíkt og síðan að koma vörunum á markað,“ útskýrir Sigríður, sem fyrir réttu ári hélt í sína fyrstu ferð til Afríku. Áður segist hún hafa ætlað að undirbúa sig og lesa sér svolítið til um handverk á þessum slóðum á netinu og í bókum, en nánast ekki fundið neitt.

Kortlagði handverkið

„Þótt almenningur sé bláfátækur er landið þekktast fyrir demanta í jörðu og demantavinnslu. Í borgarastríðinu var fyrst og fremst barist um landsvæði þar sem demanta var að finna svo ekki hafa þeir verið fólkinu til gæfu. Eftir stríðið og ebólufaraldurinn hrundu markaðir fyrir handverk, sem æ síðan hefur átt undir högg að sækja. Þarna er lítill sem enginn túrismi og því fáir til að kaupa afurðirnar aðrir en heimamenn og einstaka hjálparstarfsmaður. Til að byrja með var mitt hlutverk að finna handverksfólk, kortleggja handverkið og kanna grundvöllinn fyrir samstarfi við íslenska hönnuði.“

Regína spjallar við körfugerðarfólk í þorpinu Brama Town.
Regína spjallar við körfugerðarfólk í þorpinu Brama Town.


Regína Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Auroru, sem vinnur við þróunarstarf í Síerra Leóne, var Sigríði innan handar og benti henni á handverksfólk; fátæka einyrkja sem reyndu að framfleyta sér af handavinnu sinni.

„Við vorum aðallega í Freetown, höfuðborginni, og aðeins lítillega í sveitaþorpunum. Eftir tvær vikur sneri ég heim með kollinn fullan af hugmyndum um hvernig best væri að hrinda verkefninu í framkvæmd. Niðurstaðan varð sú að vinna í grunninn með þær handverkshefðir sem fyrir voru í landinu og að íslenskir hönnuðir, sem færu utan til að vinna með fólkinu, hjálpuðu því fyrst og fremst að bæta gæðin og gera vöruna söluvæna til útflutnings,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að þeir sem bjuggu til skartgripi hefðu notað lélegan þráð og saumafólkið hefði kannski ekki gætt þess að láta mynstrið í efninu snúa eins að framan og aftan á flíkinni.

Með þriggja manna hönnunarteymi

Afrískt handverk. Barnakjóll fyrir As We Grow.
Afrískt handverk. Barnakjóll fyrir As We Grow.


Þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem heimamönnum þóttu reyndar smávægilegir og helst lutu að frágangi og þvíumlíku, hreifst Sigríður af handverkinu, t.d. skartgripum úr textílafgöngum og einnig glerperlum, sem mikil hefð er fyrir í landinu, körfugerð og litríkum saumaskapnum.

Þegar heim kom hitti Sigríður að máli þau Hugrúnu og Magna, hönnuði hjá Kron by Kronkron og eigendur verslunarinnar Kronkron, og Guðrúnu Rögnu Sigurjónsdóttur, hönnuð hjá As We Grow, sýndi þeim myndir sem hún hafði tekið í ferðinni og útskýrði fyrirkomulagið. Hún segist ekki hafa þurft að beita fortölum, nema síður væri, því öll hafi strax verið mjög spennt fyrir að taka þátt í verkefninu. Í september síðastliðnum lagði hópurinn svo af stað til átta daga dvalar í Síerra Leóne.

Sigríður fór meðal annars í sveitaþorpið Port Loko til að ...
Sigríður fór meðal annars í sveitaþorpið Port Loko til að kynna sér handverk og heimsótti þá nokkra barnaskóla í leiðinni.


„Við vorum í samstarfi við þrettán ólíka handverksmenn, sem ég hafði sigtað út í fyrri ferðinni. Hönnunarteymið fór á milli þeirra, hannaði með þeim, teiknaði, saumaði og lagði á ráðin með allt mögulegt til að betrumbæta varninginn. Mér fannst einstakleg fallegt að sjá hvernig fólkið hjálpaðist að. Þegar Hugrún og Magni höfðu til dæmis beðið mann nokkurn, sem bjó til skartgripi, um að breyta einni útgáfu af hálsfesti og hafa tíu slíkar tilbúnar þegar þau kæmu næst, sat hann ekki einn að viðskiptunum heldur hafði virkjaði fleiri til að vinna með sér. Sama var uppi á teningnum þegar við pöntuðum körfur hjá tveimur körfugerðarmönnum – þegar við komum næst voru allir í þorpinu að flétta körfur.“

Hús sem vex með hverjum kjól

Sigríður segir samhjálpina sem hvarvetna blasti við hafa snortið þau djúpt og sjálf hafi hún fengið aðra sýn á lífið, sérstaklega þegar hún heyrði örlagasögur fólksins. Eins og hennar Hönnu.

Efnisafgangar fá nýtt hlutverk í litríkum skartgripum.
Efnisafgangar fá nýtt hlutverk í litríkum skartgripum.


„Hanna, sem bjó til hálsfestar fyrir Hugrúnu og Magna, var alltaf með lítið barn á bakinu við vinnu sína. Maðurinn hafði yfirgefið hana og smám saman komumst við að því að hún var sjö barna móðir, átti sjálf þrjú elstu, en hafði ættleitt fjögur börn systur sinnar eftir að hún lést,“ segir Sigríður og heldur áfram: „Foday, klæðskerinn, sem Guðrún Ragna vann með, er að byggja hús fyrir fjölskyldu sína. Í hvert skipti sem hann selur kjól getur hann keypt nokkra múrsteina. Húsið er því sannkallað As We Grow-hús sem vex með hverjum kjól.“

Persónuleg kynni telur Sigríður tvímælalaust hafa átt þátt í að hönnunarteymið fann betur en ella hversu starf þeirra var þýðingarmikið og skipti sköpum í lífi fólks. „Maður setur allt í annað samhengi þegar maður fer að kynnast fólkinu og aðstæðum þess auk þess sem starfið verður svo miklu meira gefandi. Þess vegna er okkur öllum svo annt um að við getum haldið samstarfinu áfram. Ég er mjög bjartsýn, enda heldur Regína starfinu áfram og aðstoðar handverksfólkið með praktísk atriði eins og að senda vörurnar til Íslands og þvíumlíkt,“ segir hún og bætir við að afrakstur samstarfsins sé ekki aðeins áþreifanlegur heldur líka sambland af gleði, von, lærdómi og vináttu.

Samtal og samvinna

Leikfang. Bílabraut úr efnisbútum.
Leikfang. Bílabraut úr efnisbútum.


Hins vegar speglast efnislegi afraksturinn að þessu sinni í litríkum barnakjólum og -skyrtum, skartgripum og leikföngum úr tré og efnisafgöngum. „Sweet Salone verkefnið heldur áfram að vaxa. Í þessum mánuði fer annað hönnunarteymi til Síerra Leóne á vegum Aurora til að halda starfinu áfram,“ upplýsir Sigríður og að leiðarljós þess sé líka að með samtali og samvinnu verði til þekking og skilningur sem víkki sjóndeildarhringinn og stuðli að bættum lífskjörum fólks.

Fyrsta sending Sweet Salone er komin í verslunina Kronkron. Verslanir sem selja As We Grow-barnafatnaðinn munu einnig bjóða upp á Sweet Salone As We Grow í framtíðinni.

Kyrrð í rýminu

Sense of Place, ljósmyndasýning Birtu Ólafsdóttur, verður opnuð kl. 18 á morgun, miðvikudag, í versluninni Kronkron við Laugaveg 63, Vitastígsmegin. Á sama tíma og á sama stað verður samstarfsverkefninu Sweet Salone fagnað og það kynnt fyrir gestum og gangandi. Sýningarnar eru haldnar í tilefni af tíu ára afmæli Auroru velgerðarsjóðs.

Ljósmyndir Birtu fanga stemningu vinnustaða í Síerra Leóne, en hún tók þær um svipað leyti og Sigríður kortlagði handverkið síðla árs 2016. Birta valdi að taka myndirnar þegar alger kyrrð ríkti í rýminu. Viðfangsefni hennar er andrúmsloft, óáþreifanlegt fyrirbæri sem til er í óendanlegum útfærslum og segir allt án þess að segja nokkuð.

Ljósmyndasýningin stendur til 15. janúar.

Saumastofa í Freetown.
Saumastofa í Freetown.

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...