Tveir heimar handverks og hönnunar

Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson skoða skartgripi Hönnu, samstarfskonu sinnar ...
Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson skoða skartgripi Hönnu, samstarfskonu sinnar í Freetown. Ljósmynd/Olivia Aclan

Sweet Salone er afrakstur sameiginlegs verkefnis íslenskra hönnuða og handverksfólks í Síerra Leóne á vegum velgerðarsjóðsins Auroru. Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og verkefnisstjóri, segir persónuleg kynni hafa átt stóran þátt í að hönnunarteymið fann betur en ella hversu starf þeirra var þýðingarmikið og skipti sköpum í lífi fólks.

Sierra Leone. Sweet Salone. Hljómar býsna líkt, enda dregur seinna nafnið dám af því fyrra; Vestur-Afríkuríki, sem í rúman aldarfjórðung var nánast stöðugt í heimsfréttunum vegna alls kyns hörmunga. Skemmst er að minnast tíu ára blóðugrar borgarastyrjaldar til ársins 2002 og ebólufaraldurs árið 2014. Sweet Salone er aftur á móti hönnunarverkefni, sem velgerðarsjóðurinn Aurora fékk hönnuðinn Sigríði Sigurjónsdóttir til að stýra og fólst í að stefna saman íslenskum hönnuðum og handverksfólki í Síerra Leóne – eins og landið nefnist á íslensku.

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, hönnuður hjá As We Grow, og samstarfsfólk ...
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, hönnuður hjá As We Grow, og samstarfsfólk hennar í Síerra Leóne.


Sjóðurinn hefur um tíu ára skeið stutt við skólastarf og uppbyggingu í Síerra Leóne, og jafnlengi stutt við hönnuði á Íslandi gegnum Hönnunarsjóð Auroru. „Hönnunarverkefnið snerist um að við hjálpuðum handverksfólkinu þar ytra til að auka virði handverks síns, leiðbeindum því með verklag og annað slíkt og síðan að koma vörunum á markað,“ útskýrir Sigríður, sem fyrir réttu ári hélt í sína fyrstu ferð til Afríku. Áður segist hún hafa ætlað að undirbúa sig og lesa sér svolítið til um handverk á þessum slóðum á netinu og í bókum, en nánast ekki fundið neitt.

Kortlagði handverkið

„Þótt almenningur sé bláfátækur er landið þekktast fyrir demanta í jörðu og demantavinnslu. Í borgarastríðinu var fyrst og fremst barist um landsvæði þar sem demanta var að finna svo ekki hafa þeir verið fólkinu til gæfu. Eftir stríðið og ebólufaraldurinn hrundu markaðir fyrir handverk, sem æ síðan hefur átt undir högg að sækja. Þarna er lítill sem enginn túrismi og því fáir til að kaupa afurðirnar aðrir en heimamenn og einstaka hjálparstarfsmaður. Til að byrja með var mitt hlutverk að finna handverksfólk, kortleggja handverkið og kanna grundvöllinn fyrir samstarfi við íslenska hönnuði.“

Regína spjallar við körfugerðarfólk í þorpinu Brama Town.
Regína spjallar við körfugerðarfólk í þorpinu Brama Town.


Regína Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Auroru, sem vinnur við þróunarstarf í Síerra Leóne, var Sigríði innan handar og benti henni á handverksfólk; fátæka einyrkja sem reyndu að framfleyta sér af handavinnu sinni.

„Við vorum aðallega í Freetown, höfuðborginni, og aðeins lítillega í sveitaþorpunum. Eftir tvær vikur sneri ég heim með kollinn fullan af hugmyndum um hvernig best væri að hrinda verkefninu í framkvæmd. Niðurstaðan varð sú að vinna í grunninn með þær handverkshefðir sem fyrir voru í landinu og að íslenskir hönnuðir, sem færu utan til að vinna með fólkinu, hjálpuðu því fyrst og fremst að bæta gæðin og gera vöruna söluvæna til útflutnings,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að þeir sem bjuggu til skartgripi hefðu notað lélegan þráð og saumafólkið hefði kannski ekki gætt þess að láta mynstrið í efninu snúa eins að framan og aftan á flíkinni.

Með þriggja manna hönnunarteymi

Afrískt handverk. Barnakjóll fyrir As We Grow.
Afrískt handverk. Barnakjóll fyrir As We Grow.


Þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem heimamönnum þóttu reyndar smávægilegir og helst lutu að frágangi og þvíumlíku, hreifst Sigríður af handverkinu, t.d. skartgripum úr textílafgöngum og einnig glerperlum, sem mikil hefð er fyrir í landinu, körfugerð og litríkum saumaskapnum.

Þegar heim kom hitti Sigríður að máli þau Hugrúnu og Magna, hönnuði hjá Kron by Kronkron og eigendur verslunarinnar Kronkron, og Guðrúnu Rögnu Sigurjónsdóttur, hönnuð hjá As We Grow, sýndi þeim myndir sem hún hafði tekið í ferðinni og útskýrði fyrirkomulagið. Hún segist ekki hafa þurft að beita fortölum, nema síður væri, því öll hafi strax verið mjög spennt fyrir að taka þátt í verkefninu. Í september síðastliðnum lagði hópurinn svo af stað til átta daga dvalar í Síerra Leóne.

Sigríður fór meðal annars í sveitaþorpið Port Loko til að ...
Sigríður fór meðal annars í sveitaþorpið Port Loko til að kynna sér handverk og heimsótti þá nokkra barnaskóla í leiðinni.


„Við vorum í samstarfi við þrettán ólíka handverksmenn, sem ég hafði sigtað út í fyrri ferðinni. Hönnunarteymið fór á milli þeirra, hannaði með þeim, teiknaði, saumaði og lagði á ráðin með allt mögulegt til að betrumbæta varninginn. Mér fannst einstakleg fallegt að sjá hvernig fólkið hjálpaðist að. Þegar Hugrún og Magni höfðu til dæmis beðið mann nokkurn, sem bjó til skartgripi, um að breyta einni útgáfu af hálsfesti og hafa tíu slíkar tilbúnar þegar þau kæmu næst, sat hann ekki einn að viðskiptunum heldur hafði virkjaði fleiri til að vinna með sér. Sama var uppi á teningnum þegar við pöntuðum körfur hjá tveimur körfugerðarmönnum – þegar við komum næst voru allir í þorpinu að flétta körfur.“

Hús sem vex með hverjum kjól

Sigríður segir samhjálpina sem hvarvetna blasti við hafa snortið þau djúpt og sjálf hafi hún fengið aðra sýn á lífið, sérstaklega þegar hún heyrði örlagasögur fólksins. Eins og hennar Hönnu.

Efnisafgangar fá nýtt hlutverk í litríkum skartgripum.
Efnisafgangar fá nýtt hlutverk í litríkum skartgripum.


„Hanna, sem bjó til hálsfestar fyrir Hugrúnu og Magna, var alltaf með lítið barn á bakinu við vinnu sína. Maðurinn hafði yfirgefið hana og smám saman komumst við að því að hún var sjö barna móðir, átti sjálf þrjú elstu, en hafði ættleitt fjögur börn systur sinnar eftir að hún lést,“ segir Sigríður og heldur áfram: „Foday, klæðskerinn, sem Guðrún Ragna vann með, er að byggja hús fyrir fjölskyldu sína. Í hvert skipti sem hann selur kjól getur hann keypt nokkra múrsteina. Húsið er því sannkallað As We Grow-hús sem vex með hverjum kjól.“

Persónuleg kynni telur Sigríður tvímælalaust hafa átt þátt í að hönnunarteymið fann betur en ella hversu starf þeirra var þýðingarmikið og skipti sköpum í lífi fólks. „Maður setur allt í annað samhengi þegar maður fer að kynnast fólkinu og aðstæðum þess auk þess sem starfið verður svo miklu meira gefandi. Þess vegna er okkur öllum svo annt um að við getum haldið samstarfinu áfram. Ég er mjög bjartsýn, enda heldur Regína starfinu áfram og aðstoðar handverksfólkið með praktísk atriði eins og að senda vörurnar til Íslands og þvíumlíkt,“ segir hún og bætir við að afrakstur samstarfsins sé ekki aðeins áþreifanlegur heldur líka sambland af gleði, von, lærdómi og vináttu.

Samtal og samvinna

Leikfang. Bílabraut úr efnisbútum.
Leikfang. Bílabraut úr efnisbútum.


Hins vegar speglast efnislegi afraksturinn að þessu sinni í litríkum barnakjólum og -skyrtum, skartgripum og leikföngum úr tré og efnisafgöngum. „Sweet Salone verkefnið heldur áfram að vaxa. Í þessum mánuði fer annað hönnunarteymi til Síerra Leóne á vegum Aurora til að halda starfinu áfram,“ upplýsir Sigríður og að leiðarljós þess sé líka að með samtali og samvinnu verði til þekking og skilningur sem víkki sjóndeildarhringinn og stuðli að bættum lífskjörum fólks.

Fyrsta sending Sweet Salone er komin í verslunina Kronkron. Verslanir sem selja As We Grow-barnafatnaðinn munu einnig bjóða upp á Sweet Salone As We Grow í framtíðinni.

Kyrrð í rýminu

Sense of Place, ljósmyndasýning Birtu Ólafsdóttur, verður opnuð kl. 18 á morgun, miðvikudag, í versluninni Kronkron við Laugaveg 63, Vitastígsmegin. Á sama tíma og á sama stað verður samstarfsverkefninu Sweet Salone fagnað og það kynnt fyrir gestum og gangandi. Sýningarnar eru haldnar í tilefni af tíu ára afmæli Auroru velgerðarsjóðs.

Ljósmyndir Birtu fanga stemningu vinnustaða í Síerra Leóne, en hún tók þær um svipað leyti og Sigríður kortlagði handverkið síðla árs 2016. Birta valdi að taka myndirnar þegar alger kyrrð ríkti í rýminu. Viðfangsefni hennar er andrúmsloft, óáþreifanlegt fyrirbæri sem til er í óendanlegum útfærslum og segir allt án þess að segja nokkuð.

Ljósmyndasýningin stendur til 15. janúar.

Saumastofa í Freetown.
Saumastofa í Freetown.

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...