„Margir flokksmenn mínir eru stressaðir“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðismanna, segir að Facebook sé fíkn og hann hafi ákveðið að fara í fíknimeðferð með því að hætta á samfélagsmiðlinum. Greint var frá því í vikunni að Brynjar væri hættur á Facebook, en skrif hans þar hafa bæði verið vinsæl og umdeild.

Brynjar var gestur þeirra Svala og Svavars í morgun og spurðu þeir hann hvort ástæður þess að hann færi í hlé væri þrýstingur frá öðrum, meðal annars flokknum. „Ég finn að margir flokksmenn mínir eru stressaðir stundum, það er engin lygi. En ekki fengið nein skilaboð eða kröfur um þetta,“ sagði hann.

Þá ræðir Brynjar um deilur sínar við Helga Hrafn Gunnarsson Pírata vegna afstöðu í atkvæðagreiðslum á þinginu og umræðuna í kringum umdeild ummæli hans í garð Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, í kosningabaráttunni þegar hann bað um að fá að kyssa hana.

Brynjar segir að á heildina litið sjái hann helst eftir því á þingferli sínum ef hann hafi raunverulega misboðið einhverjum, enda sé það ekki tilgangur hans.

Sjá má viðtalið við Brynjar í heild hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert