Álagningin snarminnkar

Jafnframt er biðröð bíla á bensínstöð Costco í Garðabæ.
Jafnframt er biðröð bíla á bensínstöð Costco í Garðabæ. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna tilkomu Costco hefur eldsneytisverð á Íslandi hækkað mun minna síðustu mánuði en ella. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Heimsmarkaðsverð á bensíni var að meðaltali 51.987 krónur tonnið í júní en 67.337 krónur í fyrri hluta þessa mánaðar. Þar munar 29,5%.

Til samanburðar hækkaði verð í sjálfsafgreiðslu hjá N1 og Olís á höfuðborgarsvæðinu um 6,2% á tímabilinu og um 3,2% hjá Costco. Runólfur segir í Morgunblaðinu í dag, að þótt ekki sé lóðbeint samband milli innkaupsverðs og útsöluverðs á eldsneyti staðfesti þessi munur að álagningin hafi minnkað mikið á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert