Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

Skólpdælustöðin við Faxaskjól.
Skólpdælustöðin við Faxaskjól. mbl.is/Golli

Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Til að verkið gangi eins hratt fyrir sig og mögulegt er verður unnið á vöktum allan sólarhringinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Þar segir að fráveitukerfið sé sífellukerfi sem það vinni allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið sé hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verði ekki unnin nema veita skólpinu í viðkomandi stöð óhreinsuðu í sjóinn á meðan.

„Við minnum á að í gegnum fráveitukerfið fer allt það sem sturtað er niður í klósett sem og vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn. Þetta fer óhreinsað í sjó á meðan dælustöðin er óvirk, þ.m.t. rusl eins og eyrnapinnar, blautþurrkur, smokkar, tannþráður og dömubindi, sem eiga auðvitað aldrei að fara í klósettið heldur beint í almennt sorp,“ segir í tilkynningunni. 

Veitur mælast til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við dælustöðina á meðan þetta ástand varir. Skilti verður sett upp við dælustöðina sem varar fólk við því að fara í sjó eða fjöru. Fylgst verður sérstaklega með fjörum í kringum dælustöðina meðan á viðhaldinu stendur og fyrst eftir að því lýkur. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af starfsfólki Veitna.

Neyðarlúga í fráveitukerfinu bilaði í sumar, með þeim afleiðingum að …
Neyðarlúga í fráveitukerfinu bilaði í sumar, með þeim afleiðingum að skólp flæddi út í sjó. Nú þarf hins vegar að dæla skólpinu út í sjó vegna viðhalds. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert