Íslandsklukkan glumdi 17 sinnum

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslandsklukkunni, listaverkinu við Háskólann á Akureyri, er jafnan hringt á Fullveldisdaginn og í dag glumdi hún 17 sinnum, einu sinni fyrir hvert ár aldarinnar. Að þessu sinni voru það 10. bekkingar úr grunnskólum bæjarins sem fengu það verkefni að hringja. 

Háskólinn á Akureyri og Jafnréttisstofa efndu í morgun til þjóðfundar með nemendum í 10. bekk grunnskólanna á Akureyri, þar sem um 160 tóku. Voru 17 úr þeim hópi dregnir út til að hringja Íslandsklukkunni og áttu allir skólarnir fulltrúa í þeim hópi.

Umræðuefni þjóðfundarins að þessu sinni var jafnrétti.

Börnin sem hringdu klukkunni í dag voru October Violet Ylfa Mitchell, Magnea Vignisdóttir, Bjarni Arnarsson, María Arnarsdóttir, Veigar Bjarki Hafþórsson, Daníel Orri Kristinsson, Emil Andri Ólafsson, Rannveig Sif Þórhallsdóttir, Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir, Stefán Páll Pálsson Árdal, Aron Máni Sverrisson, Andrea ýr Reynisdóttir, Katrín Helga Ómarsdóttir, Alexander Elí Sigvaldason, Anna Birta Þórðardóttir, Alexander Örn Hlynsson og Aþena Sól Gautadóttir.

mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hópurinn sem hringdi Íslandsklukkunni í hádeginu, nemendur 10. bekkjar grunnskólanna …
Hópurinn sem hringdi Íslandsklukkunni í hádeginu, nemendur 10. bekkjar grunnskólanna á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert