Vonast eftir ró og festu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýi stjórnarsáttmálinn beri þess merki að ríkisstjórnin vilji ná samkomulagi við vinnumarkaðinn.

„Það er búin að vera pólitísk kreppa nánast síðan 2008,” sagði hann í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni og sagði ástandið hafa haft neikvæð áhrif á vinnumarkaðinn.

Kvaðst hann vona að ró og festa muni einkenna stjórnmálin með ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Hann sagðist hafa viljað sjá fastar að orði kveðnu í sáttmálanum varðandi félagslegan stöðugleika í landinu og nefndi að í fjárlögunum ekki hafi verið lagt upp með þann stöðugleika sem ASÍ hafi kallað eftir.

Gylfi taldi jafnframt mikilvægt skref ef stjórnvöld gæfu vinnumarkaðinum meira forræði yfir þeim réttindum sem samið er um og áréttaði að ekki komi til greina að lækka tryggingagjald um leið og bótum sé haldið niðri. Það hafi alltaf verið afstaða ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert