Grunaður um manndrápstilraun

Konan var flutt á slysadeild eftir árásina.
Konan var flutt á slysadeild eftir árásina. mbl.is/G.Rúnar

Karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember fyrir alvarlegt heimilisofbeldi og tilraun til manndráps. Hann tók þá konu hengingartaki þar til hún missti meðvitund.

RÚV greindi fyrst frá málinu. „Maðurinn tók unnustu sína hengingataki og þetta er tilraun til manndráps,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is en atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags.

Maðurinn er 22 ára en konan fimm árum eldri. Konan var flutt á slysadeild eftir árásina en hún var með talsverða áverka en Guðmundur segir að það sé ekki manninum að þakka að ekki fór verr.

Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn með annað ofbeldismál á skrá gegn sömu konu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert