Munar um álið í sprittkertunum

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (t.h.) tekur hér við við plakati ...
Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (t.h.) tekur hér við við plakati um átakið af Pétri Blöndal, framkvæmdastjóra Samál, í tengslum við átakið. mbl.is/Hari

Um þrjár milljónir sprittkerta eru brenndar hér á landi árlega, en álbikar utan um þrjú sprittkerti dugar til framleiðslu á einni drykkjardós úr áli. Úr þúsund slíkum bikurum má framleiða eitt reiðhjól að sögn Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls. Hrint hefur verið af stokkunum sérstöku endurvinnsluátaki á álinu í sprittkertum.

Átakið mun standa út janúarmánuð og komið hefur verið fyrir sérstökum endurvinnslutunnum fyrir álbikarana á 90 endurvinnslu- og móttökustöðvum um land allt og þá má einnig setja álið í grænu tunnurnar frá Íslenska gámafélaginu og Gámaþjónustunni. Fólk er þó beðið um að fjarlægja vaxið og plötuna með kveiknum úr sprittkertinu, enda skipir máli varðandi allar vörur sem eru endurunnar að þær séu sem hreinlegastar þegar þær fara til endurvinnslu.

Að átakinu standa Sorpa, Endurvinnslan, Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið, Fura, Málmsteypan Hella og Plastiðjan Bjarg ásamt Samáli og Samtökum iðnaðarins og segir Pétur því vera ætlað að vekja almenning til vitundar um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu þess áls sem fellur til í almennum heimilisrekstri og hjá fyrirtækjum.

Sprittkerti í jólakransi. Með endurvinnslu á þremur álbikarum í þessum ...
Sprittkerti í jólakransi. Með endurvinnslu á þremur álbikarum í þessum kransi má búa til drykkjardós úr áli. mbl.is/Árni Sæberg

Hugsar heimilisreksturinn í víðara samhengi

„Miðað við kertanotkun á Norðurlöndunum, sem er með því mesta í heiminum, má reikna út að sprittkertanotkun hér á landi telji um þrjár milljónir sprittkerta á ári,“ segir Pétur. „Til að setja það í samhengi þá duga þrjú sprittkerti til að búa til drykkjardós úr áli og þúsund sprittkerti til þess að búa til reiðhjól svo við getum hjólað í vinnuna, þannig að það munar um söfnun á sprittkertum.“

Hann segir vissulega mega skila álbikurunum í málmagáminn hjá Sorpu, en ekki allir hafi áttað sig á því eða mikilvægi þess að endurvinna líka slíka smáhluti.

„Það er reynsla nágrannaþjóða okkar Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Írlands, þar sem ráðist hefur verið í átak af þessum toga að það fær fólk til að kveikja á perunni og það áttar sig þá á að það þarf líka að endurvinna þessa hluti. Fólk fer í kjölfarið að hugsa heimilisreksturinn í víðara samhengi og áttar sig á því að fleira sem fellur til á heimilinu eins og álpappír og álbakkar eru líka úr áli sem má endurvinna.“

Pétur segir muna um endurvinnslu á álinu í þessum vörum þar sem að ál sé búið þeim eiginleikum það það megi endurvinna margoft án þess að það tapi sínum upprunalegum gæðum. 

Þarf 95% minni orku í endurvinnsluna

Hann bendir á að við endurvinnslu áls þurfi líka ekki nema 5% af orkunni sem fór í upprunalegu vinnsluna. „Þannig að þetta dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, auk þess skapar það verðmæti fyrir endurvinnslur að fá þennan málm inn til sín.“

Álbikararnir sem safnast í átakinu fara ekki úr landi, heldur fara þeir í framleiðslu hér á landi hjá Málmsteypunni Hellu og segir Pétur margar hugmyndir uppi um hvernig álið verði nýtt.

„Þetta er tilraunaverkefni þannig að við rennum blint í sjóinn, en þetta er bylgjuhreyfing í samfélaginu. Fólk vill endurvinna og gera heiminum gott með því að draga úr sóunn, þannig að ég held að fólk bíði eftir frekari tækifærum til að leggja gott til málanna.“

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir muna um endurvinnslu þeirra álmuna ...
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir muna um endurvinnslu þeirra álmuna sem til falla á heimilinu. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Á stolinni vespu og með dóp

06:21 Lögreglan hafði afskipti af pari á vespu í Kópavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn viðurkenndi að vespan væri stolin og við leit á heimili hans fundust fíkniefni. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af öðru pari í Árbænum skömmu fyrir átta í gærkvöldi. Meira »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

NPA samningar verði 80

05:30 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

Í gær, 22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

Gerum skynsemi almenna

Í gær, 22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

Í gær, 22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...