Munar um álið í sprittkertunum

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (t.h.) tekur hér við við plakati ...
Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson (t.h.) tekur hér við við plakati um átakið af Pétri Blöndal, framkvæmdastjóra Samál, í tengslum við átakið. mbl.is/Hari

Um þrjár milljónir sprittkerta eru brenndar hér á landi árlega, en álbikar utan um þrjú sprittkerti dugar til framleiðslu á einni drykkjardós úr áli. Úr þúsund slíkum bikurum má framleiða eitt reiðhjól að sögn Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls. Hrint hefur verið af stokkunum sérstöku endurvinnsluátaki á álinu í sprittkertum.

Átakið mun standa út janúarmánuð og komið hefur verið fyrir sérstökum endurvinnslutunnum fyrir álbikarana á 90 endurvinnslu- og móttökustöðvum um land allt og þá má einnig setja álið í grænu tunnurnar frá Íslenska gámafélaginu og Gámaþjónustunni. Fólk er þó beðið um að fjarlægja vaxið og plötuna með kveiknum úr sprittkertinu, enda skipir máli varðandi allar vörur sem eru endurunnar að þær séu sem hreinlegastar þegar þær fara til endurvinnslu.

Að átakinu standa Sorpa, Endurvinnslan, Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið, Fura, Málmsteypan Hella og Plastiðjan Bjarg ásamt Samáli og Samtökum iðnaðarins og segir Pétur því vera ætlað að vekja almenning til vitundar um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu þess áls sem fellur til í almennum heimilisrekstri og hjá fyrirtækjum.

Sprittkerti í jólakransi. Með endurvinnslu á þremur álbikarum í þessum ...
Sprittkerti í jólakransi. Með endurvinnslu á þremur álbikarum í þessum kransi má búa til drykkjardós úr áli. mbl.is/Árni Sæberg

Hugsar heimilisreksturinn í víðara samhengi

„Miðað við kertanotkun á Norðurlöndunum, sem er með því mesta í heiminum, má reikna út að sprittkertanotkun hér á landi telji um þrjár milljónir sprittkerta á ári,“ segir Pétur. „Til að setja það í samhengi þá duga þrjú sprittkerti til að búa til drykkjardós úr áli og þúsund sprittkerti til þess að búa til reiðhjól svo við getum hjólað í vinnuna, þannig að það munar um söfnun á sprittkertum.“

Hann segir vissulega mega skila álbikurunum í málmagáminn hjá Sorpu, en ekki allir hafi áttað sig á því eða mikilvægi þess að endurvinna líka slíka smáhluti.

„Það er reynsla nágrannaþjóða okkar Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Írlands, þar sem ráðist hefur verið í átak af þessum toga að það fær fólk til að kveikja á perunni og það áttar sig þá á að það þarf líka að endurvinna þessa hluti. Fólk fer í kjölfarið að hugsa heimilisreksturinn í víðara samhengi og áttar sig á því að fleira sem fellur til á heimilinu eins og álpappír og álbakkar eru líka úr áli sem má endurvinna.“

Pétur segir muna um endurvinnslu á álinu í þessum vörum þar sem að ál sé búið þeim eiginleikum það það megi endurvinna margoft án þess að það tapi sínum upprunalegum gæðum. 

Þarf 95% minni orku í endurvinnsluna

Hann bendir á að við endurvinnslu áls þurfi líka ekki nema 5% af orkunni sem fór í upprunalegu vinnsluna. „Þannig að þetta dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, auk þess skapar það verðmæti fyrir endurvinnslur að fá þennan málm inn til sín.“

Álbikararnir sem safnast í átakinu fara ekki úr landi, heldur fara þeir í framleiðslu hér á landi hjá Málmsteypunni Hellu og segir Pétur margar hugmyndir uppi um hvernig álið verði nýtt.

„Þetta er tilraunaverkefni þannig að við rennum blint í sjóinn, en þetta er bylgjuhreyfing í samfélaginu. Fólk vill endurvinna og gera heiminum gott með því að draga úr sóunn, þannig að ég held að fólk bíði eftir frekari tækifærum til að leggja gott til málanna.“

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir muna um endurvinnslu þeirra álmuna ...
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir muna um endurvinnslu þeirra álmuna sem til falla á heimilinu. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sherlock er rúmlega eins árs og sást sí
Sherlock er rúmlega eins árs og sást síðast 30. Nóvember um svona 6 leitið. Hann...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...