Mæður sem hafa misst syni

Oddný Þ. Garðarsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna M. Sigurbergsdóttir, ...
Oddný Þ. Garðarsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna M. Sigurbergsdóttir, stoltar og þakklátar með bókina Móðir, missir, máttur. mbl.is/Eggert

Í Vesturbæ Reykjavíkur sitja þrjár konur stoltar og undrandi með nýútkomna bók, Móðir, missir, máttur, sem þær eru höfundar að.

„Það er skrýtin tilfinning að fá bókina í hendurnar og óraunverulegt. Þessi tilfinning er eins og þegar beðið er eftir barni. Meðgangan var löng, eða frá árinu 2013, og á tímabili héldum við að bókin kæmi ekki út. En nú erum við með hana í höndunum átta dögum fyrr en áætlað var,“ segir Oddný Þ. Garðarsdóttir. Undir þetta taka meðhöfundar hennar; Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna M. Sigurbergsdóttir.

Allar fluttu þær ungar til Vestmannaeyja með eiginmönnum sínum og byggðu þar upp fjölskyldu og heimili. Allar hafa þær misst syni og fundið styrk í trúnni til þess að takast á við lífið að loknu, „högginu“ sem fjölskyldurnar urðu fyrir þegar synir þeirra; Árni Garðar, fjögurra ára, Erlingur Geir, sex ára, og Sigurjón, 17 ára, létust með sviplegum hætti. Við lok bókarskrifanna vorið 2016 missti Þóranna annan son, Ríkharð Örn, sem varð bráðkvaddur nær fertugur að aldri. Vera og Þóranna búa enn í Eyjum en Oddný er nýflutt til Reykjavíkur.

Dreymdi bókarskrifin

Tilurð bókarinnar er draumur sem Veru dreymdi.

„Eina nóttina dreymdi mig að Guð talaði til mín og sagði að ég, Oddný og Þóranna ættum að skrifa bók um sameiginlega reynslu okkar. Ég gerði ekkert með þetta fyrr en ég var samferða Þórönnu og Oddnýju í bíl á leið á Aglow-ráðstefnu í Reykjavík og stundi þessari hugmynd upp úr mér,“ segir Vera.

Bókarhöfundar og eiginmenn þeirra, Steingrímur, Yngvi og Hjalti, í Sagnheimum ...
Bókarhöfundar og eiginmenn þeirra, Steingrímur, Yngvi og Hjalti, í Sagnheimum í útgáfuhófi bókarinnar.

Oddný og Þóranna tóku strax vel í hugmyndina.

„Ég hafði verið í sálgæslunámi og þurfti í því námi að skrifa um fortíðina og erfiða hluti. Ég skrifaði um barnsmissi og vissi að ég gæti notað eitthvað af því í bókinni. Ég hafði líka tekið viðtal við börnin mín um upplifun þeirra þegar Sigurjón dó,“ segir Þóranna.

Oddný og Vera voru nágrannar og orðnar góðar vinkonur þegar þær hófu að skrifa bókina. Þær höfðu leiðbeint í 12 spora starfi Landakirkju þar sem Oddný var meðhjálpari og Vera hafði tekið þátt í barnastarfi kirkjunnar. Þórönnu kynntust þær í gegnum Aglow, sem er þverkristilegur félagsskapur kvenna. Þær hafa allar starfað í Aglow í áratugi. Þóranna hefur lifað virku trúarlífi frá því að hún var ung kona. Oddný og Vera áttu sína barnatrú, sem jókst og styrktist við erfiðleikana.

Vera missti son sinn, Árna Garðar, 28. júlí 1988 þegar ekið var á mæðginin þar sem þau voru á leið yfir gangbraut. Í bókinni lýsir Vera fyrstu andartökunum eftir slysið. Hún segist ekki vita hvernig hún hefði komist í gegnum áfallið ef hún hefði ekki fundið hvernig Guð bar hana á örmum sér í gegnum allt.

Var einhvern veginn dofin

Erlingur Geir, sonur Oddnýjar, veiktist um miðjan dag og var sendur ásamt foreldrum sínum með sjúkraflugi til Reykjavíkur, þar sem hann lést á Landspítalanum kl. hálftvö um nóttina. Foreldrar hans fengu að vera hjá honum um nóttina. Oddný lýsir því í bókinni hversu mikilvægt það var.

Erlingur Geir Yngvason.
Erlingur Geir Yngvason.

„Mér fannst gott að geta farið til hans um nóttina þegar ég vildi og setið hjá honum, horft á hann og komið við hann. Ég fékk ofsaleg grátköst. Þess á milli var ég einhvern veginn dofin og ekki fær um að hugsa neina hugsun til enda.“ (bls. 44)

„Ég veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum sorgina ef ég hefði ekki átt og öðlast meiri trú. Um leið og við komum heim og fórum að undirbúa jarðarförina hjá honum Ella mínum þá bað ég Guð að hjálpa mér og þegar var ein heima þá gekk ég um húsið, hrópaði upphátt á Guð og bað hann að hjálpa mér í sorginni, sem hann gerði,“ segir Oddný.

Sigurjón, sonur Þórönnu, var nýkominn með bílpróf. Hann var staddur í Reykjavík og bauðst til þess að keyra systkini sín tvö út á Keflavíkurflugvöll. Á leiðinni frá Keflavík lenti Sigurjón í árekstri og lét lífið samstundis.

Sigurjón Steingrímsson.
Sigurjón Steingrímsson.

Þrátt fyrir fósturmissi, fæðingu andvana stúlku, sem nefnd var Hanna, andlát Sigurjóns og áfallið þegar fertugur sonur hennar, Ríkharður, varð bráðkvaddur vorið 2016 hefur Þóranna ekki misst trúna né orðið reið við Guð.

„Ég hef meira orðið hissa og átt erfitt með að skilja af hverju þessir atburðir gerðust. Trúin hefur gefið mér yfirnáttúrulegan kraft og styrk sem hjálpað hefur mér í gegnum öll þessi áföll,“ segir Þóranna. Hún lýsir því í bókinni hversu erfitt var að halda áfram í daglega lífinu.

„Ég get skilið fólk sem missir lífskraftinn og getur ekki haldið áfram. Stundum lagðist ég niður og hugsaði að ég gæti ekki staðið upp aftur, en ég hafði ekkert val. Ég varð að halda áfram.“ (bls. 80)

Ríkharður Örn Steingrímsson.
Ríkharður Örn Steingrímsson.

Allar eru mæðurnar sammála um að það sé gott að geta talað við og grátið með einhverjum sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu. Þær hafa allar þurft að glíma við samviskubit vegna andláta sona sinna. Vera var lengi með samviskubit yfir því að hafa ekki passað drenginn sinn betur þegar þau fóru yfir götuna. Í dag gerir hún sér grein fyrir því að hún hefði ekkert getað gert. Samviskubitið er enn til staðar en Vera segir það hafa minnkað með tímanum og með því að ræða það opinskátt. Þóranna var með samviskubit yfir því að hafa ekki reynt að stoppa son sinn í því að keyra systkinin á flugvöllinn. Hún er komin yfir það núna. Það sama má segja um Oddnýju, sem dvaldi ekki lengi í þeirri hugsun að hún hefði eflaust getað farið fyrr með drenginn til læknis.

Við gerð bókarinnar gafst mæðrunum tækifæri til þess að ræða um líðan barna og maka í kringum andlátin og árin á eftir. Einnig líðan hjá öfum og ömmum, systkinum, vinum og annarra í samfélaginu.

„Ég hélt að við hefðum rætt opið um það sem gerðist þegar Árni Garðar dó. Það kom mér því á óvart þegar dóttir mín Perla, sem fæddist einu og hálfu ári eftir að Árni Garðar minn dó, sagði mér að hún hefði upplifað sig utanveltu þegar rætt var um slysið og vissi ekki að hverju hún mætti spyrja,“ segir Vera.

Árni Garðar Hjaltason.
Árni Garðar Hjaltason.

Allar eru þær sammála um að þær hafi gert sitt besta til þess að vernda börnin en á köflum hafi það að lifa af daginn verið full vinna.

Þær eru sammála um að það hafi reynst erfitt fyrst um sinn að svara spurningunni „Hvað áttu mörg börn?“

„Ég var mjög óörugg í fyrstu hverju ég átti að svara. Sigurjón tilheyrði enn þá fjölskyldunni og ég var feimin að segja frá því að ég ætti fimm börn og eitt dáið,“ segir Þóranna.

Þær segjast vera þakklátar fyrir að hafa búið í Eyjum þegar synir þeirra létust.

„Allur bærinn tók utan um okkur fjölskyldurnar. Allir boðnir og búnir að leggja fram hjálparhönd. Banka upp á með meðlæti, blóm og englastyttur. Samhugurinn hjálpaði mikið,“ segir Oddný og hinar taka undir það.

Í bókinni koma þær inn á framkomu gagnvart syrgjendum og segja að það þurfi í raun ekkert að segja, faðmlag eða klapp á öxlina skipti máli. Fólk eigi ekki að vera hrætt við að mæta syrgjendum og það sé óþægilegt þegar fólk láti sig jafnvel hverfa úr búðum til þess eins að þurfa ekki að mæta þeim.

Mæðurnar þrjár telja sig ósköp venjulegar konur sem hafi þurft án nokkurs fyrirvara að takast á við sorgina sem fylgi því þegar einn úr fjölskyldunni sé horfinn, dáinn. Þær segja að vitneskjan um að aðrir hafi lent í svipuðu og haldið áfram að lifa hafi hjálpað þeim.

„Það komu tímabil þegar ég gat ekki ímyndað mér að ég liti glaðan dag framar og það yrði aldrei gaman að gera hluti í framtíðinni sem ég gerði á meðan Elli var á lífi,“ segir Oddný. En lífið heldur áfram eins og sjá má á lýsingu Veru í bókinni:

Þegar sjö ár voru liðin frá dauða Árna Garðars var það einn dag þegar ég var að búa um rúmið í svefnherberginu okkar Hjalta að það helltist allt í einu yfir mig sterk sáttartilfinning. Ég gat samþykkt þá staðreynd að sonur minn væri látinn. (bls. 30) 

Oddný, Vera og Þóranna líta björtum augum til framtíðar. Þær segjast eiga góða maka sem stutt hafi þær í bókaskrifunum, börn, barnabörn, systkini, foreldra og vini. Þær eru líka þakklátar Skálholtsútgáfunni, sem gefur bókina út, og Eddu Möller og Karítas Hrund Pálsdóttur, sem ritstýrðu bókinni. Til þess að sýna Eyjamönnum þakklæti sitt fyrir stuðninginn var útgáfuhóf bókarinnar haldið í Vestmannaeyjum 2. desember að viðstöddu fjölmenni.

Útgáfuhóf Skálholtsútgáfunnar verður laugardaginn 9. desember klukkan 13 í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31.

„Með bókinni höfum við náð þeim tilgangi að vinna úr tilfinningum okkar vegna missis barns. Hitt markmiðið, að miðla reynslu og ráðum til þeirra sem lent hafa í því að missa barn eða eiga eftir að lenda í því, næst vonandi með útkomu bókarinnar.“

mbl.is

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...