Stór skjálfti lengst út á hafi

Skjálfti að stærð 3,9 varð 538 km norðnorðaustur af Fonti rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Skjálftinn fannst við Jan Mayen en ekki hér á landi. Þar sem skjálftinn er langt frá landi hefur reynst erfitt að mæla nákvæma stærð og staðsetningu hans, að sögn veðurfræðing Veðurstofu Íslands. 

Uppfært kl 12:04: Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn nú talinn vera 3,9 stig að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert