Úttekt verði gerð á höfninni

Herjólfur kemur að Landeyjahöfn.
Herjólfur kemur að Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að nú þegar hann sé kominn í nýtt ráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, muni hann að sjálfsögðu setjast yfir mál eins og málefni Landeyjahafnar og nýrrar ferju.

Sigurður Ingi var á opnum fundi hjá Framsóknarflokknum í Vestmannaeyjum í febrúar, 2016, þegar hann var sjávarútvegsráðherra. Hann var þá m.a. spurður um álit sitt á Landeyjahöfn og þeirri ferju sem búið væri að hanna, auk þess sem hann var spurður út í hin háu fargjöld sem farþegar þurfi að greiða þegar siglt er til Þorlákshafnar.

Sigurður Ingi svaraði því þannig, samkvæmt því sem fréttavefurinn eyjar.net greindi frá 12. febrúar 2016, að Landeyjahöfn væri engan veginn ásættanleg höfn, eins og hún væri nú og hann velti því upp hvort ein leið væri að fá þriðja aðila til að taka út verkið. Jafnframt varðandi fargjöldin að kanna bæri hvort rétt væri að taka þau til skoðunar í byggðaáætlun.

Samgönguráðherra var í gær spurður hvort hann væri enn sama sinnis og hann var sem sjávarútvegsráðherra í febrúar 2016: „Ég hef ekki skipt um skoðun í þessum efnum. Ég skrifaði efnislega sambærilega grein um þetta mál í Eyjafréttir nú fyrir kosningar,“ sagði Sigurður Ingi, í umfjöllun um málefni Landeyjahafnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert