Flugvél lent vegna veikinda ungbarns

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/ÞÖK

Lenda þurfti flugvél á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda ungbarns sem var um borð í henni. Vélin var á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna og voru læknar um borð. Í öryggisskyni var ákveðið að lenda henni hér og var barnið flutt með sjúkrabifreið á vökudeild Barnaspítala Hringsins í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum.

Það óhapp varð í vikunni á Keflavíkurflugvelli að landgöngubrú var ekið á kyrrstæða og mannlausa vinnuvél. Verið var að aka brúnni að flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar óhappið varð. Vinnuvélin valt við áreksturinn og brotnuðu við það framrúða og spegill á henni. Einnig voru sjáanlegar skemmdir á landgöngubrúnni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert