Rannsóknir færast í gámabyggingar

Húsin sem verða endurbyggð á lóðinni.
Húsin sem verða endurbyggð á lóðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær byggingar á Landspítalalóðinni við Hringbraut verða endurbyggðar á næsta ári vegna myglu sem í þeim greindist, svo húsin eru í raun ónýt.

Þetta eru tvö hús, samanlagt um 850 fermetrar, þar sem rannsóknir í sýklafræði og litningafræðum hafa verið. Meðan á endurbyggingu stendur verður starfseminni meðal annars komið fyrir í gámum og stöðuleyfi vegna þeirra liggur fyrir hjá borginni.

Byggingarnar, sem stendur til að endurnýja, voru byggðar fyrir rúmlega 40 árum og liggja að Barónsstíg, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert