Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Slökkvilið að störfum við Hlíðarveg í dag.
Slökkvilið að störfum við Hlíðarveg í dag. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Íbúðin var mannlaus er að var komið en hundur var þar inni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist sem honum hafi ekki orðið alvarlega meint af.

Enginn eldur var í íbúðinni en mikill reykur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert