Andlát: Jón Hjaltason

Jón Hjaltason.
Jón Hjaltason. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.

Jón fæddist 27. maí 1924 að Hólum í Hornafirði, sonur hjónanna Hjalta Jónssonar og Önnu Þórunnar Vilborgar Þorleifsdóttur.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1943 og varð cand. juris. frá Háskóla Íslands árið 1949. Að laganámi loknu fluttist Jón til Vestmannaeyja, þar sem hann gerðist fulltrúi bæjarfógeta og síðar lögfræðingur Vestmannaeyjakaupstaðar frá árinu 1950.

Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1953 og varð hæstaréttarlögmaður árið 1963. Árið 1961 opnaði hann sína eigin málflutningsstofu í Vestmannaeyjum, þar sem hann starfaði allan sinn feril.

Árið 2006 flutti hann sitt síðasta mál fyrir Hæstarétti Íslands, þá 82 ára gamall og varð með því einn elsti lögmaðurinn sem flutt hefur mál fyrir Hæstarétti.

Jón kvæntist Steinunni Sigurðardóttur frá Efri-Langey á Breiðafirði árið 1954, en hún starfaði sem kennari í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn saman, en áður en þau tóku saman áttu þau sinn drenginn hvort.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert