Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku.

Ástæðan er sú að gagnaöflun er enn í gangi, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Málið snýst um staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn birtingu fjölmiðlanna á frétt upp úr gögnum um viðskiptavini Glitnis, þar á meðal Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.

Málflutningur hefst 5. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málflutningur hefst 5. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Málflutningur hefst 5. janúar

Málflutningur hefst 5. janúar og er reiknað með því að héraðsdómur kveði upp úrskurð sinn upp úr miðjum janúar.

Glitn­ir HoldCo ehf. fer fram á að lög­bannið verði staðfest á birt­ingu fjöl­miðlanna á frétt­um sem unn­ar eru upp úr fyrr­nefnd­um gögn­um og vís­ar þar til þess að for­svars­menn þeirra hafi lýst því yfir að þeir hafi ekki verið bún­ir að birta all­ar þær frétt­ir upp úr gögn­un­um sem þeir hefðu viljað þegar lög­bannið hafi verið sett á notk­un gagn­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert