Kirkjan er í miðju hverfisins

Seljakirkja var tekin í notkun sem fyrr segir á aðventunni …
Seljakirkja var tekin í notkun sem fyrr segir á aðventunni 1987. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg. Á aðventunni hafa hópar nemenda úr grunnskólum hér í grenndinni komið í heimsóknir og krökkunum hefur líkað það vel. Og þannig finnst mér þetta líka eiga að vera.“

Þetta segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík. Þess verður minnst næstkomandi sunnudag, sem er sá þriðji í aðventu, að þrjátíu ár eru frá því Seljakirkja var vígð – það er 13. desember 1987.

Klukkan 14 er hátíðarmessa þar sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, predikar og prestar kirkjunnar, þau sr. Ólafur og Bryndís Malla Elídóttir, þjóna fyrir altari. Raunar hefur þessara tímamóta verið minnst með margvíslegu móti í kirkjustarfinu að undanförnu.

Sjá umfjöllun um afmæli Seljakirkju í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert