Gæti seinkað fram í miðjan janúar

Það var talsvert verk að hífa tólf tonna vélina upp …
Það var talsvert verk að hífa tólf tonna vélina upp úr Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson

Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ.

Enn er þó ekki ljóst hvenær skipið hefur siglingar að nýju; hvort það verður fyrstu dagana í janúar eins og að var stefnt eða ekki fyrr en um eða eftir miðjan mánuðinn eins og ýmsir óttast.

Ferjan hefur verið úr leik síðan 19. nóvember, en þá bilaði aðalvél skipsins. Talsvert fyrirtæki var að hífa tólf tonna vélina upp úr skipinu og þurfti að stækka lúgu á bílaþilfari og brenna gat á efsta dekkið, að því er Skessuhorn greindi frá. Að viðgerð lokinni þarf að stilla vélar og búnað áður en hægt verður að sigla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert