Kennsla verði eftirsóknarvert starf

Líf, fjör, gleði og væntingar á fyrsta skóladeginum í 1. …
Líf, fjör, gleði og væntingar á fyrsta skóladeginum í 1. bekk í Langholtsskóla í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun.

Efst á blaði um bætt vinnuumhverfi er ósk um fjölgun fagfólks sem starfar við hlið kennara við að mæta mismunandi þörfum nemenda. Þar eru með taldir hegðunarráðgjafar með sérhæfingu í atferlismótun, talmeinafræðingar, sálfræðingar, þroskaþjálfarar, félagsráðgjafar, náms- og starfsráðgjafar og svokallaðir brúarsmiðir sem þjóna börnum af erlendum uppruna.

Þá er lagt til að mótuð verði ný úrræði til að styðja börn í fjölþættum vanda og standi þau skólum til boða frá og með næsta skólaári. Úrræði sem þegar er beitt verði endurskoðuð ef þörf krefur. Úrræðunum verði m.a. ætlað að koma til móts við þarfir barna í alvarlegum hegðunarvanda og með geðraskanir, að því er fram kemur í fréttaskýringu um tillögur starfshópsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert