Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

Hleðslustöðin var opnuð í gær.
Hleðslustöðin var opnuð í gær.

Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær.

Aðstandendur verkefnisins segja það mikils virði að geta opnað á þessum stað, í þessari fallegu náttúru svo fólk geti keyrt um á orku náttúrunnar og þannig stuðlað að orkuskiptum í samgöngum. Tvær stöðvar eru í hlöðunni, hraðhleðslustöð búin þrenns konar tengjum og hefðbundin hleðslustöð

Næsta hlaða sem ON opnar er á Egilsstöðum og víða um land undirbýr ON enn frekari uppbyggingu, en nú þegar hafa verið reistar 21 hlaða og þær verða orðnar um 50 talsins í lok næsta árs.

Á uppdrættinum hér fyrir neðan sést sú uppbygging innviða fyrir umhverfisvænni samgöngur sem Orka náttúrunnar áformar á því sem eftir lifir af þessu og á næsta ári. Hringvegurinn verður opnaður rafbílaeigendum og fjölfarnar leiðir utan hans.

Í smáforritinu ON Hleðsla, sem hægt er að sækja í PlayStore eða AppleStore sjá rafbílaeigendur hvar hlöður ON er að finna, stystu leið að þeim, hvaða tengjum þær eru búnar og hvort þær eru uppteknar eða hvort viðhald stendur yfir.

Hér má sjá hvar áætlað er að setja upp hleðslustöðvar.
Hér má sjá hvar áætlað er að setja upp hleðslustöðvar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert